Þrif og viðhald

Svona þrífur þú eldhúsviftuna

Viftuna í eldhúsinu þarf að þrífa reglulega. Manstu eiginlega hvenær þú gerðir það síðast? Ef ekki, þá er sennilega kominn tími til. Hér eru ráð um hvernig á að viðhalda eldhúsháfnum.

Eldhúsvifta

Eldhúsháfurinn fyrir ofan eldavélina, eða gufugleypir eins og sumir kalla hann, sinnir mikilvægu hlutverki til að tryggja loftgæðin.

Hann þarf að þrífa, rétt eins og aðra hluti á heimilinu. Í háfinn getur safnast mikið magn af fitu sem verður hættulegur eldmatur ef kviknar í. Matreiðsla er í raun ein algengasta orsök elds á heimilinu og fitan í viftunni getur í raun stuðlað að því að eldurinn dreifist hraðar um húsið. Því er mikilvægt að fjarlægja fitu reglulega, auk þess sem hrein eldhúsvifta virkar betur.

Lestu einnig um eldvarnir á heimilinu.

 

Ólíkar tegundir eldhúsháfa

Það eru tvær algengustu tegundir af gufugleypum. Annars vegar vifta með kolasíu sem síar og endurvinnur loftið og hins vegar útblástursviftur sem blása gufunni út úr byggingunni í gegnum loftræstirör.  Kolasíur þarf að skipta um á 6-12 mánaða fresti.

Ef þú ert í vafa um hvers konar eldhúsviftu þú ert með skaltu fylgja leiðbeiningum framleiðendans.

 

Hvernig á að þrífa viftuna

Neðst í háfnum er alltaf ytri sía sem hægt er að þvo, ýmist í höndum eða uppþvottavél.

Uppþvottavél

Margar síur er hægt að þvo í uppþvottavélinni á venjulegu þvottakerfi. Mælt er með því að það sé sett  eitt og sér í uppþvottavélinni svo að fitan setjist ekki í önnur búsáhöld, né að matarrestar komist inn í síuna.

Handþvottur

Ef þú ætlar að þvo í höndunum er auðveldlega hægt að nota uppþvottasápu og heitt vatn. Þú getur líka hreinsað eldhúsviftuna með því sem þú átt í eldhússkápnum. Sjóðið vatn og bætið við borðediki og matskeið af matarsóda. Settu síuna til dæmis djúpa ofnplötu og helltu vatninu yfir. Láttu síuna liggja í nokkrar mínútur og skolaðu síðan síuna í hreinu vatni og notaðu tannbursta eða lítinn bursta til að skrúbba með – þá kemst þú auðveldlega að.

 

Eldhús

Ytra byrði háfsins ætti innig að þvo reglulega með rökum klút og þvottaefni. Því oftar sem þú þurrkar af háfnum utanverðum, því minni fita safnast upp – og þú losnar við óþarfa púl!

 

Hversu oft ættir þú að þrífa eldhúsviftuna?

Þörfin á þrifum fer eftir því hversu mikið þú eldar, og hvers konar mat. Til að fylgjast með því hvenær þú hreinsaðir eldhúsviftuna síðast geturðu skrifað það inn í dagatalið, til dæmis sem mánaðarlegan viðburð, til að minna þig á það.

Þarf að skipta um kolasíu? Það eru til ólíkar gerðir kolasía, fylgdu ávallt leiðbeiningum framleiðenda.

Loftgæði

Góð loftgæði í íbúðum auka velveru okkar. Hrein vifta hjálpar þar til, en einnig er mikilvægt að lofta reglulega út til að tryggja loftskipti. Að lokum geta grænar plöntur hjálpað til við að sía loftið.