Samfélagsábyrgð
Ábyrgð okkar

Skuldbinding
og þátttaka

Hlutverk í samfélaginu

Okkar samfélagslega ábyrgð

Við vinnum að því að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun með samstarfi við hagsmunaaðila í nærumhverfi okkar. Sem íbúðaleigufélag er það eitt af markmiðum okkar að stuðla að góðri heilsu samfélagsins ásamt því að vinna að öruggu umhverfi fyrir starfsmenn okkar, viðskiptavini og aðra samstarfsaðila. Við leggjum okkar af mörkum til að bæta umhverfið þar sem við leigjum út íbúðir.

a Home for a Home
Mynd: Björn Owe Holmberg

A Home for a Home

Við trúum á jöfn tækifæri og viljum byggja upp samfélag þar sem börn geta vaxið og dafnað. Þess vegna komum við á a Home for a Home – einstakt samstarf við SOS barnaþorpin til að veita börnum öruggt heimili og góða byrjun í lífinu, bæði í nærumhverfinu þar sem Heimstaden starfar og víðar um heim.

Lestu meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni er náttúrulegur hluti af starfsemi okkar. Við fjárfestum í fasteignum til langs tíma, sýnum nýtni í rekstri okkar og einbeitum okkur að fólki, umhverfinu og loftslagi.

Við trúum á að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vinnum í samræmi við Parísarsamkomulagið og Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna.

Heimstaden undirritaði árið 2019 Global Compact samning Sameinuðu þjóðanna sem er skuldbinding um að vinna að tíu grundvallarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er varða samfélagslega ábyrgð.

Þannig búum við til langtímaverðmæti fyrir hluthafa, samstarfsaðila og viðskiptavini – en einnig fyrir starfsmenn okkar og fyrir samfélagið í heild.

UN global compact

Markmið okkar

  1. Að vera án jarðefnaeldsneytis í Skandinavíu 2030.
  2. 100% endurnýjanleg rafmagn 2021.
  3. 10% minni keypt orka / fm 2023.
  4. Að minnsta kosti 1% minnkaði vatnsnotkun / fermetra á ári til 2030.
  5. Vistkerfisþjónusta skal metin í allri nýrri framleiðslu og stórum verkefnum.
  6. Jarðefnaeldsneytislaus bílafloti 2025.

Skuldbinding við Science Based Targets (SBTi) frumkvæðið

Í janúar 2021 var Heimstaden eitt af fyrstu íbúðarfasteignafélögum í Evrópu til að skuldbinda sig til Science Based Targets frumkvæðisins (SBTi).  Heimstaden hefur sett sér metnaðarfull sjálfbærnimarkmið, í samræmi við markmið Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C:

• Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) um að minnsta kosti 46% fyrir árið 2030 (rammi 1 og 2*).

• Að minnka orkukaup að meðaltali um 2% árlega til ársins 2025.

• Að krefjast þess að birgjar sem ná til 70% losunar á ramma 3 munu setja sér vísindaleg markmið fyrir árið 2025.

Heildarfjárfesting til að ná þessum nýju markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 er áætluð 74 milljarðar króna, miðað við núverandi eignasafn, og mun hækka eftir því sem eignasafnið stækkar og fyrirtækið vex. Verkefnið nær til allrar virðiskeðjunnar, svo sem orkuskipta, endurbóta á orkunýtingu í eignasafninu, uppsetningu sólarorkuverkefna og innkaupa á upprunavottaðri endurnýjanlegri raforku.

Orkusparandi eignir

Heimstaden vill vera í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærni, en við vitum að það er fleira sem þarf að gera til að takast á við loftslagsáskoranir að fullu. Fasteignageirinn stendur fyrir um 40 prósent af heildarorkunotkun í ESB og 36 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda. Að minnka loftslagsfótspor er eina leiðin áfram og baráttan gegn loftslagsbreytingum er eitt mikilvægasta forgangsverkefni Heimstaden.

Sem evrópskt fasteignafélag styðjum við markmið Evrópusambandsins um að vera loftslagshlutlaus fyrir árið 2050 en þar að auki vinnum við að enn metnaðarfyllri markmiðum. Til að tryggja að metnaður okkar í loftslagsmálum sé nægur og í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins höfum við gengið til liðs við Science Based Targets Initiative (SBTi), sem veitir aðhald frá þriðja aðila.

Áhersla okkar er fyrst og fremst á að bæta orkunýtingu eigna okkar og við gerum þetta með því að vinna að minni orkunotkun og skapa aukinn ávinning með sömu orkunotkun. Aðgerðirnar fela í sér aukna notkun nýsköpunar og hagkvæmrar tækni, svo sem uppsetningu snjall-stjórnkerfa og tæknilegra ráðstafana til að draga úr hitatapi. Markmið okkar er einnig að setja upp sólarsellur á allar nýframkvæmdir þar sem það á við.

Samstarf

Famtíðarsýnin okkar er einföld, við leitust við að leggja okkar af mörkum til betra samfélags. Við viljum skapa aukið virði fyrir leigjendur okkar og stuðli að þróun og uppbyggingu þeirra svæða sem við störfum á.

Heimstaden leggur áherslu á að taka þátt í samfélaginu á þeim svæðum sem eignir félagsins eru t.d. með því að halda uppákomur fyrir viðskiptavini sína og styðja við félagslegt starf.