Svona sendir þú inn viðhaldsbeiðni
Á forsíðunni inn á þínu svæði á MyHome, þarft þú að velja „Senda þjónustubeiðni“.
- Þegar þú hefur valið að senda þjónustubeiðni, ferðu áfram á aðra síðu þar sem þú velur aftur „Senda þjónustubeiðni“.
- Í næsta skrefi þarftu að fylla út helstu upplýsingar um það hvers efnis beiðnin er.
- Þú byrjar á því að velja hvar vandamálið er staðsett (innandyra, í sameign eða utanhúss).
- Eftir það velur þú í hvaða herbergi vandamálið er.
- Að lokum velur þú hverrar tegundar vandamálið er (ljós, ofnar, innréttingar o.s.frv.).
- Áður en þú sendir inn beiðnina ert þú beðinn um að skrifa stutta samantekt á því sem er ábótavant og aðrar upplýsingar ef einhverjar eru. Einnig getur þú hengt við myndir, en það auðveldar okkur að greina vandann.
- Að lokum velur þú „Senda skilaboð“ og þá er beiðnin farin til okkar.
Fylgstu með stöðu beiðna
Þegar beiðnin hefur verið send getur þú farið aftur inn á þitt svæði á MyHome og valið „Þínar þjónustubeiðnir“, þar sérðu þær beiðnir sem þú hefur sent inn og fylgst með stöðu þeirra.
Skráning á MyHome
Við hvetjum okkar íbúa til þess að stofna aðgang á MyHome fyrir einfaldari og skilvirkari samskipti.
Hér getur þú nálgast leiðbeiningar um hvernig á að nýskrá sig á MyHome.
Ef þú lendir í vandræðum með skráningu, getur þú alltaf haft samband við okkur á heimstaden@heimstaden.is eða í síma 517-3440.
Neyðarnúmer
Ef leki eða annað neyðartilfelli kemur upp utan opnunartíma er neyðarnúmer okkar: 517-3440 og velur 1.