A home for a home
SOS Barnaþorpin + Heimstaden

A Home for a Home

Einstakt samstarf Heimstaden og SOS barnaþorpanna

Við trúum á jöfn tækifæri allra og viljum stuðla að því að gefa börnum bestu mögulegu aðstæður til að vaxa og dafna á öruggu heimili. Með a Home for a Home getum við veitt mun fleiri börnum um allan heim vinaleg heimili.

YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video

A Home for a Home

„A Home for a Home“ er nafnið á einstöku samstarfi á milli Heimstaden og SOS Barnaþorpanna. Til að gefa sem flestum börnum öruggt heimili og möguleika á betra lífi, gefur Heimstaden á hverju ári 100 evrur fyrir hvert heimili sem við eigum, yfir 11 milljónir evra árlega.

A Home for a Home“ er miklu meira en fjárframlag. Það snýst um skuldbindingu sem á að stuðla að því að gera  samfélagið betra, með starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og samstarfsaðilum.

Með því að setja ný viðmið í samstarfi fyrirtækja og góðgerðarsamtaka, teljum við okkur hafa fundið nýjar samstarfsleiðir  og látið gott af okkur leiða á staðnum þar sem Heimstaden starfar og víðsvegar um heim.

Í dag búa yfir 200 milljónir barna við óstöðugar aðstæður og eiga á hættu að missa umönnun fjölskyldna sinna. „A Home for a Home“ styður núverandi SOS barnaþorpsverkefni sem og ný verkefni sem ná til enn fleiri barna og fjölskyldna en fyrr.

„A Home for a Home“ mun styðja verkefni víðsvegar um heim en einnig á Íslandi. Dæmi um þau eru:

Fjölskylduefling

Sérhvert barn þarf einhvern til að styðja sig og vernda í æsku en margir foreldrar eiga í erfiðleikum sem koma í veg fyrir að þeir geti veitt rétta umönnun. SOS barnaþorpin bjóða upp á sérsniðinn stuðning til að styrkja fjölskyldur í neyð og hjálpa til við að halda þeim sameinuðum.

Með ráðgjöf og námskeiðum er unnið að valdeflingu foreldra og þeim veitt úrræði til að vinna bug á erfiðleikum sínum. Með sterkum fjölskyldum geta börn og ungmenni fengið þá umönnun og stuðning sem þau þurfa til að dafna og þroskast.

A Home for a Home“ styður fjölskyldueflingarverkefni í Rúanda, þar sem markmiðið er að byggja upp samfélag þar sem öll börn geti notið umhyggju í sínu fjölskylduumhverfi. Með því að veita viðkvæmum fjölskyldum nauðsynlega þjónustu bregst verkefnið við aðstæðum barna sem eiga á hættu að missa umönnun fjölskyldunnar.

Aðalmarkhópurinn er börn sem búa við fátækt, hjá einstæðu foreldri eða heimili undir stjórn annarra barna, með veika foreldra eða á annan hátt vanrækt af samfélaginu.

Mynd: Lars Just

Fóstur

Börn þurfa traust og langvarandi sambönd í lífi sínu. Ef barn getur ekki alist upp í eigin fjölskyldu er nauðsynlegt að útvega staðgengil til að veita barninu stöðugleika og tækifæri til að skapa varanleg sambönd á heimilinu. Fósturfjölskyldur fá húsnæði og faglega aðstoð í gegnum SOS fósturáætlunina.

A Home for a Home“ styður fósturáætlun í Tékklandi með það að markmiði að veita börnum í fóstri kærleiksríkari æsku, öryggi, traust, virðingu og viðurkenningu. Verkefnið vinnur að því að koma á mikilvægum langtímasamböndum barna við bæði upprunalega fjölskyldu sína sem og fósturfjölskyldu.

Með því að setja börn í fóstur fá þau nýtt tækifæri í barnæsku, til að þroskast og byggja upp sjálfsmynd sína. Eitt af markmiðum verkefnisins er að börn verði reiðubúin til að flytja frá fósturheimilinu, annað hvort með því að snúa aftur til foreldra eða annarra náinna ættingja eða verða sjálfstæðir fullorðnir einstaklingar.

SOS Barnaþorp Malaví
Mynd: Turid Weisser

Atvinnustuðningur við ungmenni

Unglingsárin eru ekki alltaf auðveld og enn erfiðara fyrir þá sem alast upp án stuðnings fjölskyldunnar. SOS Barnaþorpin styrkja ungt fólk til að öðlast þá færni sem þarf til að fá atvinnu og öðlast sjálfstætt líf. Ungt fólk getur nálgast menntun, þjálfun og leiðbeiningar til að þróa þekkingu sína, sjálfstraust og seiglu. Saman vinnum við að því að byggja upp betri morgundag þar sem enginn er skilinn eftir.

A Home for a home” verkefnið styður atvinnuáætlun fyrir ungmenni  í Malaví sem beinist að viðkvæmum stelpum og ungum konum sem hafa hætt skólagöngu vegna mikillar fátæktar, þungunar, þær hafi gengið ungar í hjónaband eða skortir atvinnu af öðrum ástæðum. Flestar þessara stúlkna og kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu, kynferðislegu og félagslegu ofbeldi sem og efnahagslegri kúgun. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp getu þessara ungu kvenna til að vera hæfir frumkvöðlar á því sviði sem þær óska, svo að þær öðlist sjálfstæði, tryggi sér framfærslu og styðji þannig félags- og efnahagslega stöðu fjölskyldna sinna.

Verkefnið mun einnig veita sálfræðistuðningi við þátttakendur sem búa við sálfélagslegar áskoranir.

SOS malavi
Mynd: Cornel van Heerden

Innanlandsverkefni

Auk þess að styrkja fjölda alþjóðaverkefna, styrkir “A Home for a Home” einnig verkefni í nærumhverfinu. Í nánu samstarfi við SOS Barnaþorpin í þeim löndum sem Heimstaden starfar, hafa verkefnahópar sett af stað verkefni til að styðja við börn og fjölskyldur á staðnum.

Í fyrstu verkefnum á Íslandi er athyglinni beint að Ásbrúarsvæðinu á Reykjanesi, sem hefur fundið sterkt fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þar eru tvö verkefni sem hljóta forgang, stuðningur við sérkennslu í leikskóla svæðisins og uppbygging nýs leikvallar.

a Home for a Home
Mynd: Björn Owe Holmberg