Þjónusta

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Á þjónustuborði okkar, finnur þú svör við öllum helstu spurningum er varðar umsóknarferlið, útleigu og skil á íbúð. Þar getur þú einnig sent inn spurningu ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að.

Hér að neðan er einnig að finna svör við algengustu spurningum sem væntanlegir og núverandi leigutakar velta fyrir sér.

spurt og svarað

Hvar sé ég hvaða eignir eru lausar til leigu?

Allar eignir sem lausar eru til leigu hverju sinni eru auglýstar á heimasíðunni okkar.

Hvernig sæki ég um íbúð?

Undir „íbúðir til leigu“ á heimasíðu okkar er hægt að sjá allar eignir sem lausar eru til leigu. Með því að velja þá eign sem þú hefur áhuga á og velja „sækja um fasteign“, er hægt að fylla út umsóknareyðublað og senda inn. Lestu meira um umsóknarferlið hér.

Hvenær fæ ég svar við umsókn?

Við leggjum okkur fram við að svara svo fljótt sem auðið er.

Get ég skráð mig á biðlista?

Heimstaden eru með Eignavakt, þar sem hægt er að skrá sig og hvernig íbúð óskað er eftir. Þegar sambærileg íbúð fer í auglýsingu, fær viðkomandi tilkynningu um það á tölvupósti.

Hvað felst í staðfestingar- og umsýslugjaldi?

Þegar tilvonandi leigutaki hefur ákveðið að taka eignina á leigu, er greitt staðfestingar– og umsýslugjald, samtals 30.000 kr til að festa sér eignina. Staðfestingar- og umsýslugjald er gjald fyrir ástandsskýrslu sem gerð er bæði við innskoðun og útskoðun á eign sem og annar kostnaður, t.d vegna skjalagerðar. Ef viðkomandi hættir við að leigja eignina, er gjaldið ekki endurgreiðanlegt. Sjáðu verðskrá okkar hér.

Eru gæludýr leyfð í eignum Heimstaden?

Heimstaden hefur til yfirráða nokkur hús þar sem gæludýr eru leyfð, það er sérstaklega tekið fram í auglýsingu þegar það á við.

YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video

Ef eitthvað bilar í eigninni, hvert á ég að snúa mér?

Ef eitthvað bilar, þarftu að senda inn þjónustubeiðni á MyHome, hér getur þú nálgast leiðbeiningar um hvernig senda skuli inn beiðni.

Hvernig segi ég upp leigusamningi?

Uppsögn er send í gegnum MyHome þjónustusíður.

Við leiðbeinum þér svo með framhaldið og sendum þér gátlista yfir það sem þarf að gera áður en íbúðinni er skilað.

Hvernig gengur úttekt á íbúðinni fyrir sig þegar ég skila?

Skil á íbúðinni og úttekt miðast við að íbúðin er tilbúin til innflutnings fyrir næsta leigutaka. Við afhendum gátlista fyrir skil.
Grundvallarreglan um frágang íbúða er að þær séu hreinar í hólf og gólf, veggir heilir, leigutaki skal spartla í þau göt sem hann hefur gert á veggi eignarinnar og íbúð skal vera nýmáluð. Heimstaden býður upp á að mála íbúðir fyrir leigutaka, kostnaður við það er 1.300 kr á fermeter með efni.

Gluggar og svalahurðir eiga að vera hreinir einnig skulu gólf ávallt þrifin (ekki nauðsynlegt að bóna gólfið). Þrífa skal allar lofttúður og skápa utan sem innan og tæki sem tilheyra íbúðinni. Perustæði eiga að vera með ljósaperum í öllum herbergjum.

Leigutaki skal láta aflétta leigusamningi (hafi honum verið þinglýst) við lok leigusambands. Ef samningi er ekki aflétt þá tefur það fyrir uppgjöri og endurgreiðslu á leigutryggingu.

Þegar lokaúttekt hefur farið fram hefur leigutaki ekki kost á því að gera við eða framkvæma aðrar viðgerðir á íbúðinni, íbúðin á að vera tilbúin frá leigutaka þegar lokaúttekt fer fram.

Hér er nægt að nálgast frekari upplýsingar um skil á íbúð.

Hvaða gögnum þarf að skila með umsókn um leiguíbúð?

Til þess að umsókn teljist gild, þurfa að fylgja með lánshæfismati frá Credit Info og sakavottorð frá Sýslumanni. Lestu meira um umsóknarferlið hér.

Hvað er innifalið í húsaleigunni?

Innifalið í leigu er meðal annars rekstrarkostnaður vegna:

  • Hita af íbúð leigutaka
  • Snjómokstur
  • Slátt á grasi
  • Húsvörslu
  • Rekstrarkostnaður sameignar, svo sem hita og rafmagn í sameign, eftirlit og rekstur á lyftu, ræstingar á sameign o.fl.