Eldvarnir
Eldvarnir

Eru eldvarnirnar í lagi?

Allra flestir eru svo lánsamir að komast í gegnum lífið án þess að upplifa hættu vegna elds. Brunavarnir eru þó dauðans alvara og það er mikilvægt að vera vel upplýstur um brunaöryggi heimilisins.

Reykskynjarar bjarga mannslífum.

Í öllum íbúðum okkar eru til staðar reykskynjarar og slökkvitæki. Vertu viss um að þú vitir hvar slökkvitækið er og að þú kunnir á það. Sjáðu til þess að reykskynjarinn verði ekki batteríslaus.

 

Reykskynjari

 

Flóttaleiðir

Kynntu þér flóttaleiðir og mundu að nota aldrei lyftuna ef það er eldur laus í húsinu.

Allir íbúar eiga að fara út og hringja í slökkviliðið í síma 112 eins fljótt og auðið er. Það er gott að ákveða fyrirfram hvar fjölskyldan hittist þegar út er komið, til að tryggja að allir séu öruggir.

Fleiri góð ráð má finna á heimasíðu Eldvarnabandalagsins. Þar er einnig góður bæklingur sem þú getur lesið hér.

En kastrull som brinner på plattan

Nokkur góð ráð

Sjáðu til þess að hlaða síma eða önnur raftæki aðeins þegar þú ert heima og vakandi. Leggðu tækin á hart undirlag þegar þau eru í hleðslu.

Eldavélin er oft upptök elds, það borgar sig að hafa hugann við eldamennskuna. Gott hreinlæti er einnig fyrirbyggjandi, sérstaklega í háfnum. Feiti í viftunni er eldsmatur.

Kerti sem eru skilin eftir án eftirlits eru oft upptök elds. Veldu kertastjaka úr þar til gerðu efni. Sjáðu til þess að kerti séu ekki nálægt gardínum, dúkum, húsgögnum eða öðru eldfimu. Mundu að slökkva á kertunum þegar þú ferð út úr herberginu. Kerti sem ganga fyrir batteríum er öruggur valkostur.

Vertu heima þegar uppþvottavél, þvottavél og þurrkari er í gangi, það er góð regla að þvo ekki á nóttunni.

Notaðu fjöltengi á öruggan hátt. Þau eru ekki ætluð fyrir orkufrek tæki og það getur skapast hætta af að tengja fleiri fjöltengi saman.

Innbústrygging verndar þig ef skaðinn er skeður.

 

Það allra mikilvægasta að muna: Hringja í 112.

 

Heimild: Eldvarnabandalagið