Vafrakökur: Fótsporsstefna
Heimstaden ehf., kt. 440315-1190, og dótturfélög („Heimstaden“) notast við fótspor (en: Cookies) og aðra svipaða tækni á heimasíðu sinni www.Heimstaden.is („Heimasíðan“) til að greina hvernig gestir heimasíðunar nota hana. Hér að neðan er vinnsla Heimstaden skýrð nánar:
Þegar þú heimsækir heimasíðuna, vinnum við úr persónuupplýsingum um þig, t.d. ef þú velur að sækja um vinnu, eða að leigja út einhverja af íbúðunum okkar. Heimstaden hefur sett sér persónuverndarstefnu sem er aðgengileg hér: https://heimstaden.com/is/personuverndarstefna/
Hvað er fótspor?
Fótspor er lítil textaskrá sem gerir eiganda heimasíðunnar kleyft að auðkenna gestinn. Fótspor er geymt í snjalltækinu þínu (eða öðru því tæki sem notað er til að heimsækja heimasíðuna) og gerir Heimstaden kleyft að auðkenna þig þegar þú heimsækir síðuna seinna. Fótsporin eru flokkuð eftir uppruna þeirra og hvernig þau er geymd í vafranum þínum. Þú getur fengið fótspor sent til þín frá heimasíðu sem þú heimsækir (svokallað fyrsta flokks fótspor, „first-party cookie“) eða fengið það sent frá öðrum aðila sem þjónustar heimasíðuna sem þú ert að heimsækja, þ.e. greiningarfyrirtæki eða fyrirtæki sem vinna með tölfræði o.fl. (svo kölluð 2. flokks fótspor, „second-party cookie“).
Fótspor geta einnig verið flokkuð sem tímabundin fótspor („Session cookie“) eða varanleg fótspor („Persistent cookie“). Tímabundið fótspor er sent til snjalltækis þíns eða tölvunar þinnar frá heimasíðunni til að hámarka virkni heimasíðunnar á meðan á heimsókninni stendur, þessi tegund fótspors er ekki vistuð á snjalltækinu/tölvunni sem notuð er við heimsóknina. Þess í stað er fótsporinu eytt þegar þú lokar vafranum þínum. Virkni tímabundins fótspor er t.d. sú að fótsporið virkjast þegar þú ferð inn á heimasíðu sem þú hefur áður heimsótt og grundvallar notkun þína á heimasíðunni. Varanlegt fótspor er hins vegar vistað í vafra snjalltækisins/tölvunni sem notuð er við heimsókn heimasíðu og gerir heimasíðunni kleyft að þekkja IP tölu tölvunnar, jafnvel þó að slökkt sé á tölvunni milli heimsókna á sömu heimasíðunni.
Fyrir frekar upplýsingar um fótspor og hvernig virkni þeirra er háttað er hægt að afla frekari upplýsingar hér: www.minacookies.se.
Fótspor sem heimasíðan okkar notar
Við notum fótspor á heimasíðunni sem gera heimsókn þína og notkun á heimasíðunni ánægjulegri og eins einfalda og mögulegt er, fyrir markaðsrannsóknir, til að virkja rakningarforrit fyrir heimasíðuna og notendur hennar ásamt því að stuðla að netöryggi notanda heimasíðunnar. Fótsporin sem við notum aðstoða okkur við að senda viðeigandi upplýsingar til gesta heimasíðunnar, til að stjórna aðgengi gesta að heimasíðunni og til að tryggja að gestir geti tengst viðeigandi netþjón. Til viðbótar krefjast sum forritin á heimasíðunni notkunar á fótsporum, þ.e. virkni sumra forritanna byggir á fótsporum.
Ef þú hefur nú þegar stofnað aðgang á heimasíðunni, þá notum við mismunandi tegundir fótspora til að tryggja að tengingin haldist allan tíman á meðan á heimsókn þinni stendur. Að auki gerir fótspors notkun þér kleyft að halda utan um þínar uppáhalds undirsíður sem og verkefni sem finna má á heimasíðunni. Þessi fótspor virkjast eingöngu ef þú ert skráður inn og þú hefur bókamerkt einhverja undirsíðu á heimasíðunni.
Við notum mismunandi tæknilausnir til að meta umferð á heimasíðunni með notkun fótspora eins og Google Analytics, HubSpot og Pixel ( Facebook fótspor). Með því að greina heimsóknir á heimasíðuna getum við safnað saman mikilvægum upplýsingum sem við getum nýtt okkur við þróun félagsins og þjónustu þá sem félagið veitir viðskiptavinum sínum. Þetta stuðlar allt að því að auka notendaánægju tengda heimasíðunni. Til viðbótar framangreindum mælingum á því hvernig gestir nota heimasíðuna, þá notum við líka upplýsingar til að markaðssetja starfsemi Heimstaden gagnvart einstaklingum sem heimsótt hafa heimasíðuna.
Sú staðreynd að fótspor séu nýtt til að markaðssetja Heimstaden þýðir að við getum náð til notenda heimasíðunnar og boðið þeim upp á sérsniðna þjónustu sem samræmist áhuga og vilja notenda síðunnar. Þetta getur verið gert í gegnum markaðssetningu í gegnum leitarvélar, markaðssetningu á samfélagsmiðlum eða með notkun annarra markaðsverkfæra eins og t.d. Google analytics, HubSpot eða Facebook. Við getum einnig sent þér beint markaðsefni í gegnum tölvupóst ef þú hefur samþykkt að afhenda okkur netfangið þitt til að unnt sé að senda þér slíkt markaðsefni.
Samþykki þitt fyrir notkun fótspora
Þegar þú heimsækir heimasíðuna í fyrsta skipti óskum við eftir samþykki frá notendum heimasíðunnar svo við getum notað fótsporin. Þessa samþykkis er aflað svo við getum greint og sett saman tölfræði skýrslur sem nýttar eru í rekstri félagsins og þá sérstaklega í markaðsstarfi félagsins. Aðrar tegundir af fótsporum sem við notum á heimasíðunni eru nauðsynlegar fyrir virkni heimasíðunnar og virkjast sjálfkrafa jafnvel þó að samþykkis er ekki aflað enda snúa þær eingöngu að virkni heimasíðunnar en ekki öðru.
Stillingar í vafranum þínum
Þú hefur valmöguleikann á að koma í veg fyrir að fótspor verði virkjuð með því að slökkva á fótsporum í öryggisstillingum vafra þíns. Flestir vafrar í dag eru með staðlaðar stillingar sem samþykkja notkun fótspora sjálfkrafa, en notendur geta auðveldlega breytt þeirri stillingu í vafranum kjósi þeir að gera svo. Einnig er hægt að láta fótspor eyðast sjálfkrafa úr vafranum o.fl.
Aðferðin við að endurstilla vafrann veltur á því hvaða vafra þú ert að nota, ef þú ert að nota:
- snjallsíma, þá er venjulega hægt að komast í framangreindar stillingar í vafrastillingum símans.
- spjaldtölvu, þá er venjulega hægt að breyta framangreindum stillingum í almennum stillingum spjaldtölvunnar.
- Tölvu, þá er hægt að breyta stillingum í stillingum netvafrans á tölvunni.
Ef stillingum er breytt þannig að öll fótspor eru bönnuð í vafranum, þá gæti það haft í för með sér að einhver af forritunum sem tengd eru heimasíðunni eða virkni hennar skerðist eða lokist. Þetta þýðir að virkni vafrans við notkun heimasíðunnar sé ekki eins örugg þar sem að öryggisforrit tengd heimasíðunni geta t.d. ekki virkjast sökum framangreindra stillinga. Sem dæmi má nefna að ekki verður hægt að skrá sig inn á netaðgang sinn á heimasíðunni án þess að styðjast við virkjuð fótspor.
Hafa samband við okkur
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar um fótspor og notkun þeirra eða vilt komast í samband við okkur ekki hika við að senda okkur tölvupóst á personuvernd@heimstaden.is.