Skil á leiguíbúð

Þegar kemur að því að flytja úr leiguhúsnæðinu þínu þarf að bóka með þér útskoðun á eigninni.

Starfsmaður Heimstaden hefur samband við þig 1-2 dögum áður en að íbúð skal skilað og bókar með þér tíma.

Úttekt á leiguíbúð tekur u.þ.b 30 mínútur. 

Ef skemmdir hafa orðið á eigninni á meðan á leigutíma stendur mun umsjónarmaður meta skemmdir og kostnað við lagfæringu. Einnig er farið yfir þrif og málun á eigninni.

Ef þú hefur ekki tök á að vera sjálf/ur viðstödd/viðstaddur úttektina á íbúðinni, þarf að fylla út umboð og skila til Heimstaden áður en að útskoðun fer fram.