Tangabryggja blogg hero

Þess vegna ættir þú að lofta út - á hverjum degi

Það er mikilvægt að hafa loftskipti í íbúðinni reglulega, til að tryggja betri loftgæði innandyra. Hér eru fimm ráð sem bæta loftið á heimili þínu.

Opinn gluggi

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að opna gluggana heima hjá sér reglulega. Ferskt loft er gott fyrir þig og heilsuna. Við verjum stórum hluta dagsins innan veggja heimilisins og öndum því að okkur inniloftinu þar.

Þungt loft getur valdið þreytu, höfuðverk og jafnvel lélegum nætursvefni. Að auki getur mikill loftraki leitt til sveppamyndunar. Þess vegna ættirðu að lofta út á hverjum degi.

myndir í glugga

Hér eru fimm ráð sem geta bætt loftgæðin á heimilinu.

Loftaðu almennilega út

Góð loftskipti einu sinni á dag auka loftgæði heima hjá þér.

Til þess að loftið í íbúðinni sé ferskt og gott verður að trekkja á milli á meðan þú loftar. Þá loftarðu almennilega! Opnaðu glugga í hvorum enda heimilisins. Jafnvel þó að það geti orðið kalt á veturna, tryggir þetta að ferskt loft berist í stað gamla, þunga loftsins. Þú þarft ekki að lofta lengi á þennan hátt, þú  finnur mun eftir örfáar mínútur með gegnumtrekk.

 

Loftið sérstaklega þegar eldað er

Það getur komið bræla þegar eldað er í eldhúsinu, þá er mikilvægt að lofta vel annað hvort á meðan eða strax á eftir eldamennskuna. Gakktu einnig úr skugga um að þú hafir eldhúsviftuna í hæstu stillingu – hún hjálpar verulega.

Lestu einnig: Svona þrífur þú eldhúsviftuna

Eldhúsvifta

Lokaðu inn í baðherbergi

Inni á baðherberginu er meiri raki í lofti en í öðrum hluta íbúðarinnar. Raki kemur frá sturtu, þvotti og öðru sem getur dreifst um íbúðina. Þess vegna skaltu gæta þess að loka dyrunum og halda baðherberginu vel loftræstu, annaðhvort með glugga eða viftu.

Dragðu frá

Þegar þú vaknar á morgnana er gott að byrja á því að draga frá og lofta eftir nóttina. Það bæði hjálpar þér að vakna og tryggir að raki safnist ekki fyrir í glugganum, sem getur svo valdið mygluvexti.

Haltu heimilinu snyrtilegu

Almennt hreinlæti hjálpar einnig við loftæðin. Við það að vera dugleg að þurrka af og ryksuga, þá er andrúmsloftið inni betra.

Stundum er talað um að vissa plöntur geti bætt loftgæði. Það sakar kannski ekki að reyna?