Flutningar

Afhending á íbúð

Afhending á leiguíbúð

Til hamingju með nýja heimilið þitt!

Starfsmaður Heimstaden mun hafa samband við þig 1-2 dögum fyrir upphafsdag leigusamnings og bóka með þér innskoðun og afhendingu á lyklum. Afhending lykla fer fram í eigninni sjálfri.

Innskoðun á leiguíbúð tekur u.þ.b 15-30 mínútur. 

Ef þú hefur ekki tök á að vera sjálf/ur viðstödd/viðstaddur innskoðun og afhendingu á íbúðinni, þarf að fylla út umboð og skila til Heimstaden áður en að innskoðun fer fram.