Vinaleg heimili í öruggri langtímaleigu

Þetta felst í því að leigja heimili hjá Heimstaden.

Þetta færð þú þegar þú leigir hjá Heimstaden

Okkar sýn er að einfalda og auðga lífið með vinalegum heimilum-Lestu meira um stefnu okkar hér.

Hvað eigum við við með því?

Við leggjum ríka áherslu á að viðskiptavinum okkar líði vel á heimili sínu og upplifi öryggi. Húsnæðisöryggi og fyrirsjáanleika, í eign sem er vel haldið við og í góðu umhverfi. Þetta köllum við vinaleg heimili.

Auðveld samskipti með MyHome, persónulegum þjónustusíðum

Á MyHome getur þú sent þjónustubeiðnir, skoðað leigusamninginn, séð yfirlit yfir reikninga og fleira gagnlegt.

Þannig geta viðskiptavinir okkar skapað rými fyrir það mikilvæga í lífinu, á meðan við sjáum um fasteignaumsjón.

Við erum alltaf til staðar

Það er hægt að hafa samband við okkur á skrifstofunni innan skrifstofutíma og í neyðarsíma þess fyrir utan ef eitthvað bjátar á! Við erum með eigið starfsfólk sem sinnir rekstri og viðhaldi og tryggjum þannig gæði og stuttan viðbragðstíma.

 

Heimþjónusta

Heimþjónusta þegar þú flytur inn

Þegar þú flytur inn bjóðum við Heimþjónustu, þar sem starfsmaður aðstoðar við ýmis verkefni, svo sem uppsetningu á myndum, að tengja þvottavél og fleira.

Mæðgur

Örugg langtímaleiga

Við eigum allar leigueignir okkar sjálf og erum með svokallaða sígræna fjárfestingastefnu sem þýðir að við fjárfestum í fasteignum til langs tíma. Þetta tryggir leigjendum okkar öryggi til langs tíma og gott viðhald.

Þú velur hvers konar leigusamning þú vilt, ótímabundinn eða tímabundinn.

Par Hlíðarendi