Um okkur

Vinaleg heimili

Heimstaden

Heimstaden er leiðandi evrópskt leigufélag með þá framtíðarsýn að einfalda og auðga líf viðskiptavina okkar með því að bjóða vinaleg heimili.

Við höfum gildin okkar að leiðarljósi

Vinnubrögð okkar endurspeglast í gildum okkar; care, dare og share. Gildin fanga sál Heimstaden og eru undirstaða þess sem við gerum í dag og skipuleggjum til framtíðar.

Húsið okkar

Við höfum teiknað upp stefnu okkar sem hús, með skýrar undirstöður.

Stefna okkar byggir á fjórum súlum, sem standa fyrir markmiðin okkar.

  • Að hámarka ánægju og lífsgæði á heimilinu hjá viðskiptavinum okkar.
    Lífsgæði og hamingja snúast um að skapa öruggt, vinalegt og lifandi umhverfi og samfélag í kringum heimilið ásamt því að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar þegar kemur að daglegum þörfum þeirra.
  • Að hámarka ánægju og lífsgæði á vinnustaðnum hjá starfsfólki okkar.
    Metnaðarfullt og hamingjusamt fólk sem er með ástríðu fyrir starfi sínu og upplifir viðurkenningu fyrir sitt framlag, er lykillinn að þeirri menningu sem við viljum skapa. Mannauðurinn er mikilvægasti þátturinn í að skapa yfirburðarþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Við hvetjum til fjölbreytileika, einlægni og viljum sjá sköpunarkraft.
  • Auðgandi og hvetjandi framlag til samfélagsins
    Framlag til samfélagsins er eina leiðin til að lifa og starfa og þannig getum við lagt okkar af mörkum til samfélagsins, umhverfisins og loftslagsmála og í leiðinni hvatt aðra til dáða.
  • Framúrskarandi frammistaða í viðskiptum
    Arðbærni er eldsneyti framtíðarsýnar okkar og við náum henni með vinnusemi, metnaði, ákefð og því að vera greinandi og lipur – með skýra forgangsröðun. Sterk frammistaða í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur er besta leiðin til árangurs.

Heimstaden er að finna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tékklandi, Hollandi, Þýskalandi, Póllandi, Bretlandi og Finnlandi.

A Home for a Home

Við trúum á jöfn tækifæri og viljum byggja samfélag þar sem sérhvert barn getur vaxið og dafnað. Þess vegna komum við á samstarfinu við SOS barnaþorpin sem við köllum A Home for a Home“  – einstakt samstarf við SOS barnaþorpin. „A Home for a Home er miklu meira en fjárframlög. Það er nýstárleg leið til samstarfs þar sem við höfum fundið nýja leið til að leggja okkar að mörkum, á starfsstöðum Heimstaden og víðar. Fyrir hvert heimili sem Heimstaden á, gefum við 100 evrur til SOS Barnaþorpa á ári- meira en 11 milljónir evra á fyrsta ári samstarfsins. Peningarnir verða notaðir til að veita sem flestum börnum öruggt heimili og góða æsku.