Umhverfisvænir flutningar

Svona flytur þú á umhverfisvænni hátt

Flutningar eru ekki beint umhverfisvænir. Hér eru nokkur ráð sem geta bætt út því.

Second hand

1. Grisjaðu í 
Taktu þér tíma til að fara í gegnum það sem þú átt. Það er óþarfi að pakka og flytja hluti sem þú notar ekki. Þetta er kjörið tækifæri til að grisja. Nýtti þér hringrásarhagkerfið, er einhver sem getur haft not af því sem þú nýtir ekki lengur. Það er hægt að nýta facebookhópa, bland.is eða hringrásarverslanir til að selja verðmæti.

2. Leigðu eða endurnýtti kassa
Það er hægt að leigja margnota kassa til flutninga. Kannski áttu vini eða nágranna sem eru nýflutt og með geysmluna fulla af tómum kössum?

3. Pakkaðu í ferðatöskurnar
Ferðatöskur taka pláss í flutningslassinu. Nýttu plássið og pakkaðu ofaní þær líka!

Það er vinna að flytja, til að einfalda málið höfum við tekið saman gátlista yfir það helsta sem þarf að muna.

Flutningar

4. Pakkaðu inn í lök og klúta
Til að draga úr plastnotkun er sniðugt að pakka viðkvæmum hlutum inn í handklæði, lök og tuskur. Vefðu viskustykki utanum matardiska, handklæðum utanum tannburstaglösin o.s.frv. þá fer allt beint á réttan stað.

5. Raðaðu vel í bílinn
Til að fækka bílferðum borgar sig að raða vel í bílinn. Rifjaðu upp gamla Tetris-takta!

 

7. Gefðu kassana 
Þegar þú ert búin að koma þér fyrir, gefðu þá endilega kassana og afgangslímband og plast áfram til þeirra sem eru að byrja flutninga. Hringrásin heldur áfram!

8. Minnkaðu neysluna

Nýja heimilið er að taka á sig mynd, nú þegar það er búið að grisja í hlutunum og koma öllu fyrir á nýjum stað. Þá er tilvalið að fara yfir neysluna í framtíðinni. Hugsaðu þig um þegar þú kaupir ný húsgögn og hluti á nýja heimilið og spurðu þig „Þarf ég þennan hlut? Mun ég hafa gleði af honum til framtíðar?“, er kannski hægt að finna notaðar vörur og minnnka þannig kolefnisfótsporið?

Margt smátt gerir eitt stórt. Við í Heimstaden erum með skýra umhverfisstefnu og við viljum gjarnan hjálpast að til að ná markmiðunum.

Hér er gátlisti með ýmsum atriðum sem hjálpa þér við flutningana.