sustainability hero narrow
Sjálfbærni

Fimm skemmtilegar leiðir til að lifa sjálfbærara lífi

Margt af því sem við hyggjumst henda myndi kannski gleðja einhverja aðra. Eða kannski getur þú fundið einhver önnur not fyrir það?

Börn að leik

Áður en einhverju er hent, gæti hluturinn kannski nýst öðrum?

 

1. Börn eru fljót að missa áhugann á leikföngum og finnst gjarnan það sem vinirnir eiga spennandi. Þá er tilvalið að skiptast á!

 

2. Áttu fallega flík sem þú ert orðin þreytt á? Flestum líður þannig! Þá eru skiptimarkaðir skemmtileg lausn.

 

3. Í næsta saumaklúbbi geta allir, til dæmis, tekið eitthvað með sér sem hún er hætt að nota. Þannig fara allir fara heim með nýjan hlut! Það sem gengur af er hægt að gefa í Rauða krossinn.

 

4. Kannið hvort hægt er að gera við bilað tæki áður en því er hent og nýtt keypt í staðinn.

 

5. Verið skapandi! Með svolitlu ímyndunarafli geta garnrestar orðið innkaupapoki, sultukrukkur geta orðið blómapottar og gömul ferðataska getur orðið hilla. Eða hvers vegna ekki að mála eða endurbólstra húsgögn sem þú hefur fengið nóg af?