flutningar gátlisti
Flutningar

Gátlisti fyrir þægilegri flutninga

Það er í mörg horn að líta þegar kemur að flutningum. Hér er gátlisti sem getur hjálpað til við skipulagið.

Tilkynntu tímanlega um breytingu á heimlisfangi

Tilkynntu Þjóðskrá um breytinguna til að vera viss um hún hafi rétt heimilisfang. Þú verður að tilkynna um breytingu á heimilisfangi svo að tryggt sé að allur pósturinn þinn berist á nýja heimilisfangið.

Merktu kassana þína vel

Merktu flutningskassana þína þegar þú pakkar niður til að spara tíma þegar þú tekur upp úr þeim. Merktu greinilega hvaða herbergjum kassarnir tilheyra og ekki gleyma að merkja viðkvæma hluti. Mögulega ertu með hluti á núverandi heimili þínu sem þú þarft ekki á að halda á því nýja. Nú er gullið tækifæri að taka til, endurvinna og gefa.

Rafmagns- og símaþjónusta

Þegar þú flytur á nýtt heimili þarft þú að gera nýjan samning um rafmagnsveitu á nýja heimilisfanginu og segja upp samningnum á gamla heimilisfanginu. Einnig þarftu að tilkynna síma- og netþjónustufyrirtæki þínu að þú sért að flytja. Kannaðu hvaða möguleikar eru í boði í nýju íbúðinni þinni.

 

Kauptu heimilistryggingu

Mundu að kaupa heimilistryggingu fyrir nýja heimilið þitt. Veldu tryggingu sem hentar þínum lífsstíl, hvort sem er að aðeins tryggja innbúið eða bæta við frítímaslysatryggingu og fleiru.

Rafrænir leigureikningar

Hjá Heimstaden viljum við minnka kolefnisspor okkar þannig að við sendum leigureikninga þína rafrænt. Reikningar eru greiddir mánaðarlega hjá Heimstaden. Leiga er greidd fyrirfram.

 

Viltu gera flutnigana aðeins umhverfisvænni? Lestu þá þessa grein.Svona flytur þú á umhverfisvænni hátt

Hlíðarendi