Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

 1. Þjónustuborð
 2. Leiguleit
 3. Leigutrygging

Leigutrygging

Hvernig tryggingu er hægt að vera með og hversu há þarf hún að vera?

Sigtryggur ÞórBúið til: 3 October, 2022, 15:15
 • Sæll,

  Upphæð tryggingar þarf að nema þriggja mánaða leigu.

  Heimstaden samþykkir eftirfarandi tryggingarform:
  • Bankaábyrgð frá þínum viðskiptabanka
   • Þú hefur samband við þinn viðskiptabanka og sækir um bankaábyrgð.
   • Peningurinn er geymdur á vörslureikning hjá bankanum og þú greiðir fyrir útbúning ábyrgðar.
   • Að leigutíma loknum sendum við beiðni á bankann að fella niður ábyrgðina og opna vörslureikninginn. Þetta getur tekið allt að 2 vikur frá því að við sendum beiðnina.
  • Ábyrgð frá Leiguskjól
   • Sama fyrirkomulag og á bankaábyrgð.
  • Tryggingarupphæð lögð inn á reikning Heimstaden
   • Tryggingarféð ber eins háa vexti og völ er á, og er svo útgreidd að leigutíma loknum ef allir reikningar eru í skilum.
  • Leigutrygging frá Sjóvá
   • Þú greiðir mánaðarlegt iðgjald.
   • Athugaðu að iðgjaldið er ekki endurgreitt að leigutíma loknum.

  Hér getur þú lesið nánar um útgreiðslu tryggingarfésins.

  Kveðja,
  Áslaug - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 15:18
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum