Loftslagsyfirlýsing
Sjálfbærni

Heimstaden undirritar loftslagsyfirlýsingu Festu

Lofts­lags­fundur Reykja­víku­borg­ar og Festu var haldinn í Hörpu þann 19. Nóvember síðastlistinn. Gauti Reynisson framkvæmdastjóri Heimstaden undirritaði að því tilefni lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykjavíkurborgar.

Loftslagsyfirlysing
Dagur B. Eggersson borgarstjóri Reykjavíkur, Gauti Reynisson framkvæmdastjóri Heimstaden og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu undirrita loftslagsyfirlýsingu.

Lofts­lags­fundur Reykja­víku­borg­ar og Festu var haldinn í Hörpu þann 19. Nóvember síðastlistinn. Gauti Reynisson framkvæmdastjóri Heimstaden undirritaði að því tilefni lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykjavíkurborgar.

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­ Festu og Reykjavíkurborgar var sett á lagg­irn­ar í aðdrag­anda Par­ís­arsátt­mál­ans árið 2015. Mark­miðið er að skapa sam­starfs­vett­vang til að ná mæl­an­leg­um ár­angri í loft­lags­mál­um með því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og mynd­un úr­gangs.

Þannig hefur Heimstaden skuld­bundið sig til að draga úr úr­gangi og los­un gróður­húsaloft­teg­unda í starf­semi sinni,  mæla los­un­ina og birta op­in­ber­lega þær mæl­ing­ar.

 

Loftslagsfundur
Frá undirritun loftslagsyfirlýsingar Festu og Reykjavíkurborgar á Loftslagsfundi Í Hörpu 2021. Ellefur fyrirtæki undirrituðu yfirlýsinguna.

Í janúar 2021 var félagið eitt af fyrstu íbúðarfasteignafélögum í Evrópu til að hefja samstarf við Science Based Targets (SBTi). Heimstaden hefur sett sér metnaðarfull sjálfbærnimarkmið, í samræmi við markmið Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C en þau eru:

  • Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) um að minnsta kosti 46% fyrir árið 2030.
  • Að minnka orkukaup að meðaltali um 2% árlega til ársins 2025.
  • Að krefjast þess að birgjar sem ná til 70% losunar á ramma 3 munu setja sér vísindaleg markmið fyrir árið 2025.

Heimstaden leggur ríka áherslu á að sýna frumkvæði og ábyrgð í loftslagsmálum og mun halda áfram að vinna að þessum markmiðum.