
Skuldbinding við Science Based Targets (SBTi) frumkvæðið
Í janúar 2021 var Heimstaden eitt af fyrstu íbúðarfasteignafélögum í Evrópu til að skuldbinda sig til Science Based Targets frumkvæðisins (SBTi). Síðan þá hefur átt sér stað ítarleg greining á því hvernig hægt sé að setja metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og tryggja jákvæða afkomu félagsins. Fyrirtækið er stolt að tilkynna ný loftslagsmarkmið:
• Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) um að minnsta kosti 46% fyrir árið 2030 (rammi 1 og 2*).
• Að minnka orkukaup að meðaltali um 2% árlega til ársins 2025.
• Að krefjast þess að birgjar sem ná til 70% losunar á ramma 3 munu setja sér vísindaleg markmið fyrir árið 2025.
Nýju markmiðin munu bætast við núverandi sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins.
Heildarfjárfesting til að ná þessum nýju markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 er áætluð 74 milljarðar króna, miðað við núverandi eignasafn, og mun hækka eftir því sem eignasafnið stækkar og fyrirtækið vex. Verkefnið nær til allrar virðiskeðjunnar, svo sem orkuskipta, endurbóta á orkunýtingu í eignasafninu, uppsetningu sólarorkuverkefna og innkaupa á upprunavottaðri endurnýjanlegri raforku.
Við viljum ganga á undan með góðu fordæmi
Víðsvegar í Evrópu standa byggingar fyrir um það bil 40% af orkunotkun og 36% af CO2 losun. Með því að setja sér metnaðarfyllri markmið í loftslagsmálum leitast Heimstaden við að leggja sitt af mörkum gegn loftslagsbreytingum, tekur ábyrgð á fótspori þess í umhverfinu og veitir vonandi byggingariðnaðinum og öðrum fasteignafélögum innblástur til þess sama.
.
Nýju markmiðin og áætlun til að ná þeim verða send til SBTi til samþykkis.
„Við hlökkum til að fá viðbrögð frá SBTi. Við höfum sett metnaðarfull en raunhæf markmið og áætlanir. Með stuðningi frá SBTi vonumst við til að ná árangri í því að draga úr loftslagsbreytingum,“
sagði Katarina að lokum.