Raki innanhúss í nýbyggingum

Nýbyggingar

Í nýbyggingum er meiri raki en í eldri húsnæðum, svokallaður byggingarraki.

Því er nauðsynlegt að loftræsta meira en ella a.m.k fyrsta árið eftir að flutt er í nýja íbúð, sérstaklega þegar kalt er úti.
Nýjustu þéttilistar á gluggum og hurðum geta gert íbúðina mjög þétta.

Til að vinna á móti stöðugu sogi á lofti út úr íbúðum með loftræstikerfi er í sumum nýjum íbúðum sérstök túða til loftunar sem nær út í gegnum útvegg. Túðan er ýmist staðsett í eldhúsi eða stofu.

Nauðsynlegt er að viðkomandi rist eða túða, sé hún til staðar, sé alltaf opin til að tryggja eðlileg loftskipti í íbúðinni.

Hér er hægt að lesa nánar um loftun.