Öryggi á heimilinu

Heimstaden hafa nú gefið út nýjan öryggisbækling sem ber heitið Öryggi á heimilinu. Í honum má fræðast um alla helstu þætti er varða öryggi á heimilum og hvað leigutakar geta gert til þess að bæta öryggi á sínu heimili.
Heimstaden leggja mikið upp úr öryggi í sínum íbúðum og að heimili leigutaka okkar séu örugg.
Í bæklingnum má finna helstu atriði er varða eldvarnir á heimilum, öryggi er varðar vatn og rafmagn og fleiri atriði.
Við hvetjum íbúa okkar að skoða bæklinginn.