Ertu að flytja að heiman?

Ert þú búinn að skrifa undir leigusamning að nýja heimilinu þínu og ert að flytja að heiman?
Til hamingju, framundan eru spennandi tímar!
Fyrsta heimilinu fylgir oft mikið frelsi og einnig mikil ábyrgð. Hér höfum við safnað saman nokkrum ráðum sem gera flutning á nýja heimilið auðveldari og öruggari.

Skipulegðu fjármálin

Þegar þú flytur að heiman aukast útgjöldin hjá þér. Byrjaðu á því að skrifa niður allan fastan kostnað sem tengjast heimilinu og þér, til dæmis leiguupphæð, síma,- og netkostnað, strætókort eða bensínkostnað, æfingakort og fleira.

Skrifaðu einnig niður áætlun fyrir allan breytilegan kostnað, til dæmis mat, bíóferðir og afþreyingu. Með þessu ættirðu að fá gott yfirlit yfir mánaðarleg útgjöld.

Matarkostnaður er eitthvað sem þú áttar þig fljótt á að er stór hluti mánaðarlegra útgjalda. Frábært ráð er að skipuleggja máltíðir með því að gera matseðla og innkaupalista vikulega.

Fyrsta heimilið – hvað vantar?

Búðu til lista yfir þau heimilistæki og húsgögn sem þú þarft að eiga á nýja heimilinu. Ekki gleyma litlu hlutunum eins og diskum, glösum, pottum og pönnum. Einnig er gott ráð að eiga öll helstu verkfæri.

Þegar þú flytur inn í íbúð hjá Heimstaden, bjóðum við þér upp á að panta Heimþjónustu, þar sem starfsmaður frá fasteignaumsjón aðstoðar þig í að hámarki tvær klukkustundir einhvern tímann á fyrstu tveimur mánuðum frá afhendingu íbúðar. Lestu nánar um Heimþjónustu hér.

 

Áskriftir

Skoðaðu hvaða áskriftir þú þarft fyrir til dæmis internet, síma og sjónvarp og berðu saman mismunandi verð til að fá besta verðið.

Innbústrygging

Við mælum alltaf með því að íbúar séu með innbústryggingu. Tryggingin bætir tjón af völdum bruna, vatns og innbrots og er því mikilvægur liður í því að tryggja öryggi heimilisins.

Íbúar Heimstaden, fá tilboð í innbústryggingu hjá Sjóvá, hér má sjá nánari upplýsingar um Heimklúbbinn.

Tilkynna heimilisfang

Ekki gleyma að tilkynna nýtt lögheimili á www.skra.is. Einnig þarftu að færa póstfangið þitt hjá póstinum svo að pósturinn þinn skili sér örugglega til þín á nýtt heimili.

Gátliti fyrir fyrsta heimilið

Það er gott að fá tilfinningu fyrir íbúðinni áður en farið er í það að kaupa stóra og dýra hluti. Þegar þú ert búinn að fá afhent er ágætt að forgangsraða hvað virkilega þarf og hvað má bíða, því mikill kostnaður getur fylgt því að kaupa allt nýtt þegar flutt er.

Stofa

 • Sófi, sófaborð, hægindastóll
 • Teppi, púðar, gluggatjöld og teppi
 • Sjónvarp
 • Skenkur/bókahilla
 • Lampi
 • Plöntur

Svefnherbergi

 • Rúm og náttborð
 • Teppi og rúmföt
 • Motta
 • Lampi
 • Gluggatjöld
 • Herðatré

Baðherbergi

 • Klósettbursti, lítil ruslafata og karfa fyrir óhreint tau
 • Stór og lítil handklæði
 • Handsápa, sturtusápa, sjampó og klósettpappír

Eldhús

 • Borðstofuborð og stólar
 • Diskar, glös, skálar og kaffibollar
 • Hnífapör
 • Skurðarbretti og beittir hnífar
 • Pönnur og pottar
 • Minni eldhúsáhöld, til dæmis dósaopnari, sigti, ostaskeri og desilítramál
 • Uppþvottabursti, uppþvottalög, borðtuskur og viskustykki
 • Kaffivél, brauðrist og ketill

Ýmislegt

 • Ryksuga, moppa, fata og hreinsiefni
 • Verkfæri, til dæmis hamar, skrúfjárn og hallamál