
Bryggjuhverfið er eftirsóknarvert hverfi í þróun sem er staðsett miðsvæðis í borginni, nálægt stofnæðum.
Hverfið er hannað af Birni Ólafs, arkítekt. Byggingarnar eru byggjað umhverfis innigarð þar sem er bílfrír leikvöllur og samkomustaður íbúa.

Vandað efnisval
Mjög er vandað til leiguíbúðanna í efnisvali á allan hátt og eru hurðir og innréttingar í ljósum við eða sprautulakkaðar hvítar. Þá eru flísar á bað- og þvottaherbergi en parket á öðrum gólfum. Með hverri íbúð fylgir rúmgóð geymsla og stæði í bílageymslu.
Þá eru svalir á hverri íbúð en íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotareit út í garðinn með útipalli.
Í Tangabryggju er úrval eigna sem henta fjölbreyttum þörfum, allt frá stúdíóíbúðum til rúmgóðra fjögurra herbergja íbúða.

Staðsetningin hentar þér sem vilt vera nálægt stofnbrautum, en einnig með greiða leið að náttúru og útivist. Svæðið er fjölskylduvænt, með skemmtilegan leikvöll og og gott aðgengi.
Smábátahöfnin og bryggjan bjóða upp á fallegt útsýni og huggulegar gönguferðir.
Við Tangabryggju er auðvelt að búa sér gott heimili.
