Byggðin á Hlíðarenda er virkilega glæsileg og þar höfuð við opnað fyrir útleigu á splunkunýjum íbúðum.
Hér er auðvelt að búa sér fallegt heimili, nálægt iðandi mannlífi og steinsnar frá útivistarsvæðum.
Öllum leiguíbúðum fylgir stæði í bílahúsi og aðgengi að hverfinu er gott í gegnum öflugar stofnæðar.
Hverfið
Lausar eignir á Hlíðarenda
Úr Hlíðarendareitnum er innan við 5 mínútna gangur í fallega náttúruna í Öskjuhlíð og aðeins lítið eitt lengra að ströndinni í Nauthólsvíkinni.
Í hinni áttinni bíða svo lystisemdir miðborgarinnar, menningin, maturinn, skemmtunin, kaffihúsin og iðandi mannlífið. Í göngufæri eru svo einnig einhverjir stærstu vinnustaðir landsins eins og Landsspítalinn og tveir helstu Háskólar landsins. Örstutt ganga er í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar og auðvitað íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda.
Við bjóðum fjölbreytt úrval eigna sem henta ólíkum aðstæðum og þörfum.
Flestar íbúðirnar eru með svalir og margar með frábært útsýni yfir Öskjuhlíð og Keili, svo fátt eitt sé nefnt.
Íbúðirnar eru parketlagðar með fallegu harðparketi, með vandaðar og fallegar innréttingar á eldhúsi og baðherbergi.
Gardínur og ljós fylgja íbúðinni og lyfta er í húsinu.