ásbrú hero

Ásbrúarhverfið

Heimstaden býður upp á úrval íbúða til leigu í Ásbrúarhverfinu í Reykjanesbæ, sem henta fjölbreyttum aðstæðum.
Úrvalið spannar allt frá hagkvæmum, snyrtilegum stúdíóíbúðum og upp í stórar 5 herbergja íbúðir.

Ásbrú loftmynd

Heimili fyrir fjölskylduna?

Á Ásbrú eru til fjölskylduvænar, stórar íbúðir sem henta fjölskyldufólki sem vilja hafa nóg pláss. Á svæðinu eru starfræktir tveir leikskólar, Skógarás og Hjallastefnuleikskólinn Völlur. Háaleitisskóli er grunnskóli svæðisins. Nýlega opnaði fjallahjólabraut sem hefur notið vinsælda.

 

Favoriter Heimstaden

Snyrtilegar, velskipulagðar íbúðir

Á svæðinu eru einnig í boði sérstaklega hagkvæmar og snyrtilegar stúdíóíbúðir og 2ja herbergja íbúðir sem henta einstaklingum og pörum.

 

Hér má finna úrval lausra eigna í dag.

Byggðin á Ásbrú hefur þróast mikið undanfarin ár. Þar er samfélag frumkvöðla með nána tengingu við atvinnulífið og nálægð við flugvöllinn. Jafnframt er Ásbrú helsta uppbyggingarhverfi í sveitarfélaginu Reykjanesbæ.

Á svæðingu er starfræktur Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Dæmi um þjónustu á svæðinu er æfingagolfvöllur, líkamsræktarstöðin Sporthúsið, veitingahúsið Langbest og kaþólska kirkjan.

Það ganga almenningssamgöngur á svæðinu sem tengja svæðið við aðra þjónustu í Reykjanesbæ.

 

Umhverfið er sérstaklega fallegt og lifandi og hentar þeim sem vilja búa í nálægð við náttúruna.

Reykjanes

Kort yfir svæðið:

Google Maps

By loading the map, you agree to Google's privacy policy.
Learn more

Load map