Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

 1. Þjónustuborð
 2. Leiguleit
 3. Úthlutunarkröfur

Úthlutunarkröfur

Góðan daginn,

Mig langaði að spyrja út í hvort það séu einhverjar kröfur sem leigutaki þarf að mæta til að fá úthlutað íbúð eða er ákvörðunin tekin í handahófi? Ég og unnusti minn erum búin að sækja um nokkrar mismunandi íbúðir hjá ykkur og höfum aldrei fengið úthlutun. Við erum bæði með hreina sakaskrá og lánhæfismatið okkar er í C1 af því við höfum aldrei verið í skuld áður. Þurfum við betra lánhæfismat til að koma til greina?

Takk fyrir.

Sunna LífBúið til: 6 March, 2023, 13:48
 • Sæl Sunna,

  Takk fyrir spurninguna!
  Þeir sem skila inn hreinu sakavottorði og lánshæfismati koma allir til greina þegar eign er úthlutað. Farið er yfir allar umsóknir, og lánshæfismat er skoðað sérstaklega. Svo er valið af handahófi.

  Kveðja,
  Áslaug - ÞjónustuverSvarað: 7 March, 2023, 11:11

Leitaðu að svörum hér eða Spurðu okkur!

Nafnið þitt og texti eru aðgengileg almenningi og hver sem er getur séð þau. Netfangið þitt er aldrei birt opinberlega.