Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

 1. Þjónustuborð
 2. Leigutakar
 3. Tryggingarpeningur

Tryggingarpeningur

Góðan dag,

Hvenær fæ ég tryggingarpeninginn minn endurgreiddan eftir að ég flyt út?

JörgenBúið til: 20 February, 2023, 17:06
 • Sæll Jörgen,

  Tryggingarpeningurinn er greiddur út eins fljótt og auðið er eftir að þú hefur skilað íbúðinni.

  Hér er listi af hlutum sem gætu seinkað útgreiðslu tryggingar:
  • Þinglýstur leigusamningur er á íbúðinni undir þínu nafni, ef þú hefur þinglýst samning er mikilvægt að aflýsa honum svo næsti íbúi geti þinglýst eigin samningi ef það á við. Við áskiljum okkur réttinn til að halda aftur tryggingafé þangað til að þessu er lokið.
  • Við höfum ekki fengið vilyrði innistæðueiganda til þess að greiða trygginguna út. Sá sem lagði inn tryggingaféð er innistæðueigandi og þurfum við að fá leyfi til þess að greiða trygginguna út.
  • Við höfum ekki fengið reikningsnúmerið þitt, endilega sendu okkur reikningsnúmerið þitt eða þess aðila sem lagði inn féð á heimstaden@heimstaden.is.
  María - ÞjónustuverSvarað: 24 February, 2023, 11:23

Leitaðu að svörum hér eða Spurðu okkur!

Nafnið þitt og texti eru aðgengileg almenningi og hver sem er getur séð þau. Netfangið þitt er aldrei birt opinberlega.