Íbúð á Selfossi. Flutningar milli íbúða

Góðan daginn. Eigið þið íbúðir á Selfossi?
Annað, ég er að leigja hjá ykkur. Er möguleiki að flytja milli íbúða í ykkar eigu?

Erlendur Jón GuðmundssonBúið til: 21 February, 2023, 11:18
 • Sæll Erlendur,
  Heimstaden eiga eignir á Selfossi. Eins og staðan er í dag eru engar lausar eignir þar því miður.
  Allar eignir sem lausar eru til leigu hverju sinni eru auglýstar á heimasíðu okkar.

  Það er hægt að flytja á milli íbúða hjá okkur, þú sækir þá um lausa eign sem þú hefur áhuga á og skrifar í umsóknina að þú sért nú þegar leigutaki hjá okkur. Við reynum að verða við óskum leigutaka okkar um flutning.

  Hér geturðu séð nánari upplýsingar varðandi flutning milli íbúða: https://heimstaden.com/is/thjonustubord/post/flutningur-milli-ibuda-2685425/

  Kveðja,
  Áslaug - ÞjónustuverSvarað: 21 February, 2023, 11:39

Leitaðu að svörum hér eða Spurðu okkur!

Nafnið þitt og texti eru aðgengileg almenningi og hver sem er getur séð þau. Netfangið þitt er aldrei birt opinberlega.