Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

 1. Þjónustuborð
 2. Leiguleit
 3. Hvernig sæki ég um íbúð?

Hvernig sæki ég um íbúð?

Hvernig sæki ég um íbúð? Þarf ég að láta gögn fylgja?

IngibjörgBúið til: 3 October, 2022, 12:22
 • Sæl Ingibjörg,

  Allar lausar íbúðir eru auglýstar á vefsíðu Heimstaden.
  Skoða lausar íbúðir hér

  Þegar þú hefur fundið íbúð sem þig langar að skoða smellir þú á sækja um íbúð eða skrunar neðst á síðuna þar sem þú sérð eyðublaðið.

  Upplýsingarnar sem við óskum eftir á eyðublaðinu eru þrennskonar.
  1. Í fyrsta hlutanum þarf að fylla út persónuupplýsingar svo við getum haft samband við þig og fyllt út samninginn þinn.
  2. Næst óskum við eftir upplýsingum eins og starfsgrein, vinnuveitenda og fleira. Þessar upplýsingar eru ekki notaðar af okkur í úthlutunarferlinu heldur ber okkur lagaleg skylda að safna þessum upplýsingum um viðskiptavini okkar. Sjá lög 140/2018.
  3. Hengja þarf tvö viðhengi, í fyrsta lagi þarf að hengja við lánshæfismat og einnig þarf að hengja við sakavottorð.
  Næst er bara að smella á Senda og bíða svo eftir svari frá Heimstaden!

  Venjulega svörum við umsóknum innan tveggja virkra daga frá því að umsókn barst.

  Gangi þér vel 🤞
  Ari - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 14:44
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum