Hvernig sæki ég um húsaleigubætur?

Góðan daginn,

Hvernig sæki ég um húsaleigubætur?

Guðjón Búið til: 3 October, 2022, 16:07
 • Sæll,

  Til þess að sækja um húsaleigubætur þarf leigutaki að:
  1. Þinglýsa frumriti leigusamnings hjá Sýslumanni. Á skrifstofum okkar getur þú fengið leigusamninginn á löggiltum skjalapappír
  2. Leigutaki þarf að skrá lögheimili sitt á eignina. Það er gert hjá Þjóðskrá
  3. Þegar leigusamningi hefur verið þinglýst er hægt að sækja um húsaleigubætur hjá Húsnæðis,- og mannvirkjastofnun 
  Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) heldur utan um umsóknir og úthlutunar húsnæðisbóta. Húsnæðisbætur eru háðar ákveðnum skilyrðum, svo sem tekjum, eignum, fjölskyldustærð og tegund húsnæðis.
  Á heimasíðu HMS er hægt að finna upplýsingar um úthlutun húsnæðisbóta og þar er einnig að finna reiknivél

  Með kveðju,
  Áslaug K. Árnadóttir - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 16:21
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum