Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

  1. Þjónustuborð
  2. Leiguleit
  3. Hvar nálgast ég lánshæfismat?

Hvar nálgast ég lánshæfismat?

Ég er að sækja um íbúð og þið biðjið mig um lánshæfismat, hvernig get ég nálgast það?

SóleyBúið til: 3 October, 2022, 14:51
  • Eitt af því sem við skoðum á hverri umsókn er lánshæfismat. Allir einstaklingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu í vanskilaskrá fá reiknað og birt lánshæfismat. Einkunn er gefin á kvarðanum A1 til E3 þar sem A1 er stendur fyrir minnstar líkur á vanskilum og E3 stendur fyrir miklar líkur. Auðvelt er að sækja lánshæfismatið og þarf annaðhvort að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða heimabanka. Við skulum fara yfir skrefin saman hér.

    • Við byrjum á því að fara inn á heimasíðu Credit Info.
    • Næst smellum við á Innskráning og í þeim fellilista veljum við Mitt Creditinfo
    • Ef þú ert með rafræn skilríki setur þú símanúmerið inn og klárar ferlið í símanum.
      • Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú einnig smellt á Lykilorð og Nýr notandi. Eftir að þú stimplar inn kennitölu þína færðu lykilorðið sent í rafræn skjöl í heimabankanum þínum.
    • Ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti þarftu að samþykkja skilmála Credit Info og setja inn netfang og aðrar upplýsingar.
    • Næst smellir þú á Lánshæfismatið þitt
    • Þegar þú skráir þig inn í fyrsta skiptið þarftu að samþykkja að Credit Info reikni lánshæfismatið og smellir á Lánshæfismat 0 kr, útreikningur þess getur tekið 10 mínútur.
    Nú ertu komin með lánshæfismatið þitt og ætti þá að birtast lánshæfi sem er einn bókstafur og tala, eins og á mynd:

    Núna þarftu bara að vista lánshæfismatið og skila því inn með umsókninni þinni!

    Svona vistar þú lánshæfismatið þitt
    • Sími: taktu skjáskot á símann þinn. Passaðu bara að nafnið þitt komi fram á myndinni.
    • Windows tölva: Smelltu á CTRL + P, þá opnast prentaraglugginn á vafranum. Þar velur þú Destingation: Save as pdf.
    • Mac tölva: Smelltu á CMD + P, þá opnast prentaraglugginn á vafranum, neðst í vinstra horninu getur þú smellt á fellilistann og valið Save as PDF.

    Gangi þér vel! 😀
    Ari Sigfússon - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 15:07
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum