Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

 1. Þjónustuborð
 2. Leigutakar
 3. Flutningur milli íbúða

Flutningur milli íbúða

Er hægt að sækja um flutning milli íbúða innan Heimstaden?

MarcinBúið til: 3 October, 2022, 13:20
 • Sæll,

  Til þess að flytja á milli íbúða innan Heimstaden þarf að sækja um íbúð á heimasíðu okkar.
  Allar eignir sem lausar eru til leigu hverju sinni, eru auglýstar á heimasíðu okkar, www.heimstaden.com/is.

  Athugaðu að við skoðum allar umsóknir, en yfirleitt er ekki samþykkt umsóknir í nýjar íbúðir nema þú sért búin að vera í núverandi íbúð í meira en 1 ár, eða að verulegar breytingar hafi orðið á heimilisaðstæðum.

  Þegar sótt er um nýja íbúð sem þarf að fylla út umsókn við íbúðina og skila inn nýju lánshæfismati og sakavottorði.
  • Kostnaður við flutning milli íbúða er 15.000 kr. Einnig þarf að greiða umsýslugjald, 30.000 kr vegna íbúðar sem flutt er í.
  • Skila þarf núverandi íbúð í því ástandi sem viðkomandi tók við henni í.
  • Aflýsa þarf leigusamningi á núverandi eign áður en nýja leigusamningnum er þinglýst.
  Leigutakar eru ekki í forgangi þegar sótt er um flutning milli íbúða, en starfsfólk okkar reynir að sjálfsögðu að taka tillit ef um breyttar aðstæður fólks er að ræða.
  Áslaug - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 13:48
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum