Flutningur milli íbúða

Er hægt að sækja um flutning milli íbúða innan Heimstaden?

MarcinBúið til: 3 October, 2022, 13:20
 • Sæll,

  Til þess að flytja á milli íbúða innan Heimstaden þarf að sækja um íbúð á heimasíðu okkar.
  Allar eignir sem lausar eru til leigu hverju sinni, eru auglýstar á heimasíðu okkar, www.heimstaden.com/is.

  Athugaðu að við skoðum allar umsóknir, en yfirleitt er ekki samþykkt umsóknir í nýjar íbúðir nema þú sért búin að vera í núverandi íbúð í meira en 1 ár, eða að verulegar breytingar hafi orðið á heimilisaðstæðum.

  Þegar sótt er um nýja íbúð sem þarf að fylla út umsókn við íbúðina og skila inn nýju lánshæfismati og sakavottorði.
  • Kostnaður við flutning milli íbúða er 15.000 kr. Einnig þarf að greiða umsýslugjald, 30.000 kr vegna íbúðar sem flutt er í.
  • Skila þarf núverandi íbúð í því ástandi sem viðkomandi tók við henni í.
  • Aflýsa þarf leigusamningi á núverandi eign áður en nýja leigusamningnum er þinglýst.
  Leigutakar eru ekki í forgangi þegar sótt er um flutning milli íbúða, en starfsfólk okkar reynir að sjálfsögðu að taka tillit ef um breyttar aðstæður fólks er að ræða.
  Áslaug - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 13:48
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum