Þjónusta

Þjónustukönnun 2022

Þjónustukönnun

Ánægja viðskiptavina Heimstaden er okkur mikilvæg, því mælum við hana á hverju ári til að sjá hvar við stöndum okkur vel og hvað við getum gert til að bæta þjónustu okkar.

Niðurstöður þjónustukönnunar

Þjónustukönnunin í ár stóð yfir í septembermánuði og var svarhlutfall 57,7% samanborið við 42,8% í fyrra.
Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir góð viðbrögð og góða svörun, þau hjálpa okkur að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar og hjálpa okkur að gera betur sem leigusali.

Aðalmarkmið okkar er að tryggja örugg heimili í langtímaleigu, að viðskiptavinum okkar líði vel á heimili sínu, fái góða þjónustu og upplifi þar öryggi.

Hér að neðan má sjá helstu niðurstöður úr þjónustukönnuninni sem framkvæmd var nú í september.

Þjónustuvísitala

Þjónustuvísitalan lýsir upplifun viðskiptavinar á öryggi, hreinlæti, og hvort að þeir telji sig fá hraða þjónustu þegar þörf er á. Meirihluti viðskiptavina okkar eða 76,6% segist vera ánægð eða nokkuð ánægð með þessa þætti.

Vöruvísitala

Hún segir til um hvernig viðskiptavinir upplifa íbúðina sjálfa, umhverfið í kringum hana, sameignir og sameiginleg svæði innan og utanhúss. Samkvæmt niðurstöðum eru um 78,5% viðskiptavina okkar ánægðir eða nokkuð ánægðir með íbúðina og sameiginleg svæði.

Prófill

Þessi mælikvarði segir til um hversu ánægðir viðskiptavinir okkar eru almennt með okkur sem leigusala, hvernig þeim finnst þjónustan vera og hvort þeir mundu mæla með Heimstaden sem leigusala við aðra.
Um 88% svarenda segjast vera ánægðir eða nokkuð ánægðir og er það 2,5% hækkun frá árinu áður.

Virði leigu

Mælt er hvort að viðskiptavinir okkar upplifi að gæði íbúðar og þjónusta frá Heimstaden samræmist leiguverðinu. 74,3% svara því að þeir séu sammála eða nokkuð sammála þessu.

Umhverfi

Hvernig viðskiptavinir upplifa svæðið í kringum heimili sitt, hvort þeir myndu mæla með hverfinu sem þeir eru búsettur í við aðra, og hversu aðlaðandi umhverfið er almennt. 85,2% viðskiptavina okkar eru ánægðir eða nokkuð ánægðir með þessa þætti.

Ánægja viðskiptavina aukist

Séu niðurstöður þjónustukönnunar frá því í fyrra bornar saman við niðurstöður þessa árs má sjá að viðskiptavinir okkar eru ánægðari með okkur sem leigusala heldur en árið áður.
Við erum hæstánægð með árangurinn og stefnum á áframhaldandi góða þjónustu við viðskiptavini okkar og jafnvel enn betri niðurstöðu næsta ár.

Hluti af verkefnum 2022