Garðabær

Eskiás 2

Eskiás er ný gata staðsett í Ásahverfinu í Garðabæ. Stutt er í alla helstu þjónustu, leik,- og grunnskóla, íþrótta og útivistarsvæði.
Staðsetningin er örstutt frá megin ökuleiðum og einnig er gert ráð fyrir einni af meginstöðvum borgarlínunar til framtíðar.

Íbúðir

Herbergi: 2-5 herbergja
Units: 43 íbúðir
Move in start: maí 2023

Nánari upplýsingar

Eskiás 2 er þriggja hæða fjölbýlishús. Íbúðirnar hafa allar sérinngang, annað hvort beint af jarðhæð eða í gegnum utanáliggjandi stiga sem liggur upp á aðra hæð. Gengið er inn í íbúðir á þriðju hæð af annarri hæðinni, en íbúðir á þriðju hæð eru með sérstiga innan íbúðar upp á þriðju hæð. Fallegt útsýni er úr íbúðunum og margar íbúðir á efri hæðum eru með aukinni lofthæð.

Innréttingar í eldhúsi eru sérsmíðaðar og vandaðar og koma frá Nobilia, þýskum framleiðanda. Fataskápar koma frá Trésmiðju GKS. Baðinnréttingar koma frá Parka.
Gólefni eru frá Parka, bæði parket og teppi.

Geymslur eru innan íbúða. Í sameign er hjóla,- og vagnageymsla. Öll bílastæði við Eskiás eru sameignleg og rafbílahleðslukerfi verður sett upp.
Djúpgámar eru staðsettir við húsin og gert er ráð fyrir fjórflokkun úrgangs.

 

Hönnun og skipulag

Mikil áhersla er lögð á gott skipulag innan íbúða. Í húsinu eru fjölbreyttar stærðir af tveggja til fimm herbergja íbúðum.

Stærð íbúðanna er allt frá 50 til tæplega 140 fermetra, svo að flestir ættu að finna eign sem hentar sinni fjölskyldustærð.

Hér að neðan má sjá teikningar af íbúðum

Smelltu á hlekkinn til að skoða teikningar eftir herbergjafjölda

Myndir af innréttuðum sýningaríbúðum