fyrirspurn

Laust starf í leigumiðlun

Heimstaden er leiðandi Evrópskt leigufélag með um 1.600 íbúðir til leigu á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og víðar um landið. Heimstaden á Íslandi vill styrkja leigumiðlunarteymi sitt í þeim tilgangi  að efla þjónustu við viðskiptavini sína.

 

Okkar framtíðarsýn er að auðga og einfalda líf leigutaka okkar með vinalegum heimilum. Starfsfólkið er lykillinn að velgengni okkar og við leggjum ríka áherslu á að skapa vinalegt starfsumhverfi þar sem öllum líður vel.

Við erum að leita að manneskju sem er tilbúin að starfa á skrifstofu félagins á Ásbrú í Reykjanesbæ og sinna viðskiptavinum okkar á því svæði. Viðkomandi mun starfa í sterku teymi sem ber ábyrgð á útleigu íbúða.

Úthlutunarferlið

 

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Auglýsa íbúðir til leigu
 • Samskipti við leigjendur
 • Sýna íbúðir tilvonandi leigutökum
 • Markaðssetning íbúða
 • Umsýsla leigusamninga
 • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Starfsreynsla á tengdu sviði
 • Þjónustulund
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og drifkraftur til verka
 • Áhugi og þekking á fasteignamarkaðnum
 • Löggildin í leigumiðlun kostur
 • Bílpróf og bíll til umráða
 • Hæfileiki til að tjá sig bæði í töluðu og rituðu máli
 • Góð enskukunnátta skilyrði og kunnátta í pólsku er kostur
 • Mjög góð færni í helstu kerfum Office umhverfisins
Fríðindi í starfi
 • Góða þjálfun og möguleika á að þroskast í starfi
 • Vinalegt starfsumhverfi
ásbrú hero

 

Heimstaden býður fjölbreytt úrval leiguíbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Okkar sýn er að veita góða þjónustu sem einfaldar og bætir líf viðskiptavina okkar – bæði í dag og í framtíðinni. Hjá félaginu starfa 19 manns með fjölbreytta reynslu og er félagið með um 1.600 íbúðir til útleigu.

Heimstaden er eitt af leiðandi fasteignafélögum Evrópu, með 116.000 íbúðir til leigu í níu löndum og heildareignasafn upp á 2.700 milljarða króna.

Við kaupum, þróum og rekum leiguíbúðir til framtíðar, með svokallaðri sígrænni fjárfestingastefnu. Með grunn í gildunum okkar, Dare, Care og Share, skapa 1.600 starfsmenn okkar sjálfbær verðmæti fyrir viðskiptavini, starfsfólk, eigendur og samfélagið.    

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum alfred.is

Nánari upplýsingar veitir Gauti Reynisson framkvæmdastjóri.