Þvoðu þvottinn á réttan hátt!

Með því að þvo fötin þín á réttan hátt, geturðu látið þau endast lengur. Það mikilvægasta sem þú þarft að hafa í huga þegar þú þværð fötin þín, er að ganga úr skugga um að þú þvoir þau rétt, samkvæmt leiðbeiningum. Almennt séð þvoum við fötin okkar of oft, sem er slæmt fyrir umhverfið og fjárhaginn okkar!

Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur þvegið fötin þín á umhverfisvænni hátt og látið þau endast lengur

  • Skipulag – Ekki setja hálftóma þvottavél af stað. Þvottavélin notar jafn mikið vatn hvort sem vélin er hálffull eða hálftóm. Því er betra að safna saman fleiri flíkum í vélina til að fylla hana.
  • Undirbúningur – Tæmdu alla vasa og snúðu flíkunum við. Föt með blettum í skaltu blettahreinsa áður en þú setur þau í vélina. Ef það er til dæmis kaffi, vín eða grasgræna í fötunum, getur verið gott að bleyta flíkina í köldu vatni með smá fljótandi þvottaefni og láta það liggja í 35-40 mínútur.
  • Flokkaðu þvottinn – Byrjaðu á því að flokka þvottinn í eftirfarandi flokka
    • Hversdagsföt, til dæmis peysur, buxur, og boli
    • Handklæði og rúmföt
    • Ullarflíkur
    • Æfingaföt
  • Þvottaefni – Notaðu rétt magn af þvottaefni. Algengt er að notað sé of mikið þvottaefni, það gerir þvottinn alls ekki hreinni og getur aukið líkur á því að fötin skemmist fyrr. Sumir verða einnig varir við ertingu í húð sé of mikið þvottaefni notað.
  • Þurrkaðu þvottinn þinn – Þegar þvottavélin er búin að þvo, skaltu taka þvottinn sem fyrst út og hengja hann upp. Ef þú skilur eftir hreinan, blautan þvott í þvottavélinni of lengi, getur hann farið að lykta.

 

Þegar þú ert búin að þvo:

  • Þurrkaðu vélarnar og þvottaskömmtunarhólfið
  • Fjarlægðu ló úr þurrkaranum og tæmdu vatnshólfið
  • Þurrkaðu alla bleytu sem mögulega hefur lekið niður með þvottavélinni
  • Hafðu hurðina á þvottavélinni og þvottaskömmtunarhólfið alltaf opið þegar vélin er ekki í notkun

 

Ábyrgð á umhverfinu

Að hugsa og starfa sjálfbært er eðlilegur hluti af starfsemi okkar, við fjárfestum til langs tíma í eignum okkar og leggjum áherslu á umhverfi okkar og loftslag.

Lestu meira um samfélagslega stefnu okkar hér.