A home for a home
A Home for a Home

SOS Barnaþorpin og Heimstaden hefja einstakt samstarf

Þann 1. júlí 2021 hófst formlega metnaðarfullt samstarf SOS Barnaþorpanna og Heimstaden sem mun tryggja örugg heimili og traustan grunn fyrir barnafjölskyldur um allan heim. Samstarfið gerir SOS m.a. kleift að styrkja verkefni í þágu barna á Íslandi í fyrsta sinn.

Samstarfið, sem gengur undir nafninu “A Home for a Home”, mun á fyrsta ári þess styrkja yfir 30 verkefni SOS Barnaþorpanna í 19 löndum, þar á meðal fjölskyldueflinguumönnun barna og atvinnustuðning við ungmenni.

Fyrir hvert heimili í íbúð Heimstaden, gefur fyrirtækið 100 evrur til SOS Barnaþorpanna árlega. Í dag á Heimstaden yfir 110.000 íbúðir víðsvegar um Evrópu, og eftir því sem fyrirtækið vex mun framlagið hækka. Heimstaden styrkir SOS Barnaþorpin á heimsvísu þannig um rúmlega 1,6 milljarða króna á fyrsta samstarfsárinu. Fyrir íslenska eignasafnið nemur styrkurinn 24 milljónum króna á ársgrundvelli.

GautiogRagnar
Ragnar Schram og Gauti Reynisson

Ekkert er mikilvægara en að geta veitt börnum örugga og hamingjusama æsku. Við höfum yfir 70 ára farsæla reynslu af því að efla fjölskyldur og vera til staðar fyrir börn sem hafa misst foreldraumsjón. Þetta samstarf með Heimstaden mun hafa veruleg áhrif á líf fjölmargra og jákvæð keðjuverkandi áhrif á komandi kynslóðir,“ 

segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. 

Miklu meira en fjárframlag

Markmið SOS Barnaþorpanna og Heimstaden er að setja ný viðmið fyrir samstarf fyrirtækja og góðgerðafélaga og að finna nýjar samstarfsleiðir. Þessu tengt má nefna verkefni í Gíneu-Bissá þar sem SOS Barnaþorpin eru að þróa næstu kynslóð barnaþorpa. Með því að nýta sérþekkingu Heimstaden á fasteignaumsjón og sjálfbærni, mun þetta nýja barnaþorp verða sjálfbær miðstöð og veita hreina orku og stafrænt aðgengi, starfsþjálfun og neyðarhúsnæði fyrir börn og ungmenni í samfélaginu. 

Áhrif heimsfaraldursins 

Í dag búa yfir 200 milljónir barna við óstöðugar aðstæður og eru í hættu á að missa foreldraumsjón. Heimsfaraldurinn hefur komið niður á baráttunni gegn fátækt og hungri og m.a. leitt af sér fjölgun á þungunum meðal unglingsstúlkna, barnahjónaböndum og geðrænum vandamálum í mörgum heimshlutum. 

 

„Vegna Covid-19 faraldursins þurfa fleiri börn en nokkru sinni aðstoð. Verkefnið „A Home for a Home“ hjálpar okkur að mæta brýnni þörf, stækka verkefnin okkar og að hefja ný,” bætir Ragnar við. 

 

Fyrsta íslenska verkefni SOS Barnaþorpanna 

Auk þess að styrkja fjölda alþjóðaverkefna, styrkir “A Home for a Home” einnig verkefni í nærumhverfinu. Í nánu samstarfi við SOS Barnaþorpin í starfslöndum Heimstaden hafa verkefnahópar sett af stað verkefni til að styðja við börn og fjölskyldur á staðnum. 

 

Stuðningur við börn á Ásbrúarsvæðinu 

Í fyrstu verkefnum a Home for a Home hér á Íslandi er athyglinni beint að Ásbrúarsvæðinu á Reykjanesi, sem hefur fundið sterkt fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þar eru tvö verkefni sem hljóta forgang. 

  Á Ásbrú er þörf fyrir fjölbreyttari afþreyingu fyrir börn og ungmenni í nærumhverfi sínu. “A Home for a Home” verkefnið mun afhenda Reykjanesbæ ærslabelg að gjöf, sem er fyrsta skref í byggingu nýs leikvallar, miðsvæðis í hverfinu. 

Að auki snýr annað verkefni að stuðningi við sérkennslu í leikskólanum Skógarási á Ásbrú. Verkefnið mun styrkja leikskólann um tækjabúnað til sérkennslunota og þannig efla úrræðin sem í boði eru. Snemmtæk íhlutun er gríðarlega mikilvæg til að efla færni barna með sérþarfir og með þessu fá kennarar búnað sem styður verulega við starf þeirra og getur haft jákvæð áhrif á þroska barnanna. 

Við hlökkum til að halda áfram að vinna að verkefnum tengdum „A Home for a Home“ Þetta er aðeins byrjunin og við hlökkum til að sjá samstarfið vaxa eftir því sem eignasafn okkar stækkar.“ segir Gauti að lokum.

A Home for a home hópur
Fulltrúar Heimstaden og SOS barnaþorpanna í starfshóp A home for a Home á Íslandi: f.v. Gauti Reynisson, Margrét Guðjónsdóttir, Lóa Bára Magnúsdóttir, Rakel Lind Hauksdóttir, Hans Steinar Bjarnason og Ragnar Schram. Á myndina vantar Erlend Kristjánsson.
YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video