Flokkum um jólin!

Í kringum jólin safnast upp mikið af umbúðum og öðru rusli á heimilum okkar. Á þessum tíma er algengt að ruslageymslur og sorptunnur fyllist fljótt og því er mikilvægt að flokka rétt og fara með ákveðnar umbúðir á næstu endurvinnslustöð.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til þess að huga að ruslinu og fara með allar stórar umbúðir á næstu endurvinnslustöð.

Hér eru nokkur ráð um það hvernig best er að flokka umbúðir og annað sorp í kringum jólin

Pappírsumbúðir:

  • Jólapappír
  • Jólakort
  • Servíettur

Almennt sorp:

  • Skrautbönd af jólagjöfum
  • Kertastubbar

Endurvinnslustöð:

  • Umbúðir úr pappa
  • Umbúðir úr plasti
  • Jólatré