þjónusta
MyHome

Nýjung! Við kynnum MyHome - þína persónulegu þjónustusíðu 

Við erum stolt af nýja kerfinu okkar, MyHome, sem stórbætir samskipti milli okkar og leigjenda okkar.

Fjölskylda í tölvu

Í MyHome getur þú uppfært prófílinn þinn, sent þjónustubeiðnir, skoðað leigusamninginn, séð yfirlit yfir reikninga og annað sem er mikilvægt í samskiptum okkar á milli. MyHome er í stöðugri þróun og það munu smátt og smátt bætast við ný verkfæri á síðuna.

Markmiðið með MyHome er að bæta þjónustuupplifun og að einfalda samskiptin.

Það er auðvelt að skrá sig!  Fylgdu tenglinum að neðan til að fara í nýskráningu. Ath! Það er mikilvægt að nota sama tölvupóstfang og þú notaðir þegar þú skrifaðir undir leigusamninginn.