Hátíð við ærslabelginn á Ásbrú föstudaginn 16. september

Næsta föstudag (16. september) ætlar Heimstaden að bjóða til hátíðar við ærslabelginn á Ásbrú.

Belgurinn er samstarfsverkefni Heimstaden, SOS barnaþorpa og Reykjanesbæjar. Belgurinn var settur upp í sumar fyrir styrktarfé frá Heimstaden og SOS.
Það væri ánægjulegt að sjá sem flesta íbúa og aðra gesti á Ásbrú kíkja við og skoða belginn á föstudaginn á milli 16 og 18 og þiggja grillaða hamborgara og drykki.

Klukkan 17.00 kemur Íþróttaálfurinn og verður með skemmtiatriði fyrir yngri kynslóðina.

Belgurinn er staðsettur við Skógarbraut

Hlökkum til að sjá sem flesta!