Framúrskarandi fyrirtæki

Heimstaden á Íslandi er gríðarlega stolt af því að hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð!

Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja ná þessum árangri. Til þess að teljast framúrskarandi fyrirtæki þarf að uppfylla ströng skilyrði og fyrirtæki sem ná þeim árangri eru líklegri til að standast álag í atvinnulífinu.
Það sýnir sig greinilega að góð samvinna starfsfólks og gott skipulag stjórnenda borgar sig, án þess gætum við ekki náð þessum góða árangri sem raun ber vitni.
Heimstaden stefnir á að halda áfram að leggja sig fram við að tryggja góða þjónustu, stuðla að góðum rekstri og heilbrigðum stjórnarháttum, og halda áfram að skara fram úr í íslensku atvinnulífi.