Börnin á Ásbrú fá ærslabelg að gjöf
Árið 2021 hófst samstarf milli Heimstaden og SOS Barnaþorpa sem ber heitið „A Home for a Home“ sem felst í því að Heimstaden gefur á hverju ári 100 evrur til SOS Barnaþorpanna fyrir hvert heimili sem félagið á, eða um 15 milljónir evra árlega. Auk þess að styrkja fjölda alþjóðaverkefna styrkir “A Home for a Home” einnig verkefni í nærumhverfinu sem stuðla að því að gera samfélagið betra. Eitt af þeim verkefnum var gjöf Heimstaden og SOS Barnaþorpa til Reykjanesbæjar á Ærslabelg sem bærinn hefur nú sett upp við enda fjallahjólabrautarinnar í brekkunni við Skógarbraut.
„Það er Heimstaden sönn ánægja að stuðla að hreyfingu og auka framboð hreyfingar sem börn á svæðinu geta nýtt sér. Heimstaden leggur áherslu á að betrumbæta umhverfið sem félagið starfar í. Heimstaden mun halda áfram að stuðla að bættu samfélagi hvort sem það verður í gegnum „A Home for a Home“ eða almenna starfsemi félagsins, og vonandi mun ærslabelgurinn koma að góðum notum í sumar fyrir börnin á svæðinu,“ segir Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden ehf.
Opnunarhátíð ærslabelgsins verður auglýst sérstaklega síðar.