Þegar margir íbúar búa í sama húsi, þarft þú og nágrannar þínir að taka tillit til hvors annars.
Þú getur hjálpað til við að skapa vinalegra umhverfi fyrir þig og aðra með því að:
Öryggi
- Aðeins að hleypa fólki inn í sameign ef þú veist að þau eiga erindi í húsið
- Ávallt að loka hurðinni að aðalinngangi eftir þér
- Ekki geyma einkaeigur í stigahúsi eða á göngum
Hávaði
- Aðlaga daglegar athafnir svo að þær trufli ekki nágranna á daginn
- Sýna tillitssemi milli 23 á kvöldin og 7 á morgnanna
- Huga að hljóðstyrk á sjónvarpi og útvarpi
- Ef þú hefur hug á að halda veislu, að láta nágranna þína vita
- Setja tappa undir húsgögn og stóla
Góð samskipti nágranna
- Reykingar eru ekki leyfðar á sameiginlegum svæðum, fyrir framan aðalinngang eða á leiksvæðum
- Hafðu auga með börnunum þínum og fræddu þau um að bera virðingu fyrir nágrönnum og húsinu
- Virða þvottatíma í sameiginlegum þvottarýmum og að þrífa þvottarýmið eftir notkun
- Ekki hrista mottur eða sængur út af svölunum
- Þar sem gæludýr eru leyfð skal ávallt hafa auga með dýrunum, hafa skal þau í ól á sameiginlegum og opnum svæðum
- Ekki aka vélknúnum ökutækjum á gangstéttum eða á grænum svæðum
- Bifreiðum skal leggja í merkt bílastæði eða í bílakjallara ef við á
- Einungis að nota gasgrill eða rafmagnsgrill, ekki kolagrill
- Hlusta og bera virðingu fyrir nágrönnum þínum
Hreinlæti og snyrtileiki
- Flokka sorp og setja ofan í viðeigandi tunnur
- Setja hjól í hjólageymslur eða hjólastanda
- Vagnar og/eða kerrur skal geyma í hjóla,- og vagnageymslu
- Sígarettustubbum og nikótínpúðum skal ekki henda fram af svölum, heldur að farga þeim á réttan stað
- Ekki gefa fuglum fæðu af svölunum hjá þér
Heilsaðu og brostu til nágranna þinna – það dreifir gleði!