Forðastu að setja þessa fimm hluti í uppþvottavélina

Uppþvottavélin er ómissandi heimilistæki á mörgum heimilum. Það er þó gott að hafa í huga að þrátt fyrir að það sé freistandi að setja allt í vélina þegar matartímanum er lokið, er ekki mælt með því.

Til þess að forðast óþarfa slit á húsbúnaði, t.d hnífum eða til þess að koma í veg fyrir að vélin mögulega bili eða skemmist, ættir þú að íhuga þessi ráð.

Eldhúshnífar

Reyndu eftir fremsta megni að setja ekki beitta eldhúshnífa í uppþvottavélina, það getur skemmt bitið á hnífunum. Þess í stað skaltu þvo hnífana með uppþvottabursta og uppþvottalegi og þurrka þá strax.

Eldhúsáhöld úr viði

Sum eldhúsáhöld úr viði þola að fara í uppþvottavélina á meðan að aðrir eru viðkvæmari fyrir því. Almennt séð er best að forðast það alveg að setja viðaráhöld í vélina, þar sem viðurinn og liturinn á viðnum getur skemmst.

Kristall

Kristall er viðkvæmur fyrir miklum hita og búsáhöld úr kristal ætti að þvo í höndunum. Í miklum hita getur kristallinn sprungið eða brotnað.

Pönnur

Sumar tegundir af pönnum þola uppþvottavélina, en sumar pönnur sem eru með sérstakri húð á, ætti ekki að setja í uppþvottavélina, þar sem það gæti skemmt húðina á pönnunni.

Pottar

Séu pottar alltaf settir í uppþvottavélina gæti það skemmt þá til lengdar og því er best að þvo þá upp í höndunum.