Þrífðu ofninn á 2-3 mánaða fresti
Besta ráðið er að þrífa bakaraofninn á 2-3 mánaða fresti, en það fer auðvitað eftir notkun hversu reglulega þrífa skal ofninn. Einnig er gott að taka stutt þrif inn á milli, til að fjarlægja mestu óhreinindin.
Hvað þarftu?
Það sem þú þarft að hafa til þess að þrífa bakaraofninn er eftirfarandi:
- Rakur trefjaklútur eða svampur
- Volgt vatn
- Edik
- Matarsódi
- Spreybrúsi
Einföld blanda
Blandaðu saman matarsóda og vatni, úr því verður þykk blanda sem þú getur notað sem hreinsiefni á ofninn. Nuddaðu blöndunni vel með svampi um allan ofninn. Gott er að láta blönduna bíða í ofninum í svolitla stund, á meðan getur þú þrifið ofnskúffurnar og grindurnar.
Bættu við ediki
Þegar blanda hefur fengið að liggja á ofninum í smá stund, er edik sett í spreybrúsa og spreyjað yfir. Þá ætti blandan að freyða.
Hinkraðu í smástund og þurrkaðu svo blönduna af með rakri tusku.