Svona skapar þú pláss í forstofunni

Við getum sennilega öll verið sammála um það að forstofan er yfirleitt það rými heimilisins sem er oftast í óreiðu.
Það eru margir hlutir sem eru geymdir í forstofunni, til dæmis skór, jakkar, úlpur, húfur, treflar, töskur, hjálmar og lyklar. Þetta eru allt hlutir sem við notum daglega og mikilvægt að hafa auðvelt og gott aðgengi að.

Með þessum einföldu ráðum geturðu komið skipulagi á forstofuna og skapað betra rými:

-Gakktu úr skugga um að það sem notað er daglega, sé aðgengilegt.

-Föt og skór sem ekki eru notuð daglega, skaltu taka til hliðar og setja í annað geymslurými sé það til staðar.

-Gott er að hafa stóra og góða dyramottu til staðar þegar gengið er inn til að taka mesta sandinn og bleytuna af skónum.

Settu upp snaga fyrir töskur, hjálma og lykla.

 

Sniðugt ráð er að setja upp króka í lægri hæð fyrir krakkana, þannig geta þau auðveldlega hengt sjálf upp flíkurnar sínar

-Gott er að hafa rúmgóðan skáp eða kommóðu í forstofunni fyrir húfur, vettlinga, trefla og fleira. Sniðugt er að hafa körfur í skápnum eða kommóðunni og merkja þær eftir því hvaða flík er í hverri körfu.

-Að setja spegil upp í forstofunni stækkar rýmið töluvert.

-Veldu sérstakan stað í forstofunni þar sem lyklar eru geymdir, svo að þú getir alltaf fundið þá á sínum stað.

-Góð lýsing í forstofunni getur gert heilan helling fyrir rýmið.

 

Að setja spegil í rými er frábær leið til þess að stækka rýmið