Fáðu yfirsýn
Þegar þú veist ekki hvað þú átt, getur verið erfitt að átta sig á því hvort það sé eitthvað sem þú raunverulega þarft eða ekki. Byrjaðu á því að skipuleggja skápinn þinn með því að fá yfirsýn yfir það sem þú átt. Það er gott að byrja á því að tæma skápinn alveg, þannig færðu bestu yfirsýnina.
Geyma, gefa eða henda
Þegar þú hefur fengið yfirsýn yfir það sem þú átt, geturðu byrjað að flokka niður í þrjá flokka, geyma, gefa eða henda. Taktu allt frá sem þú telur þig ekki hafa þörf á lengur, þá geturðu tekið ákvörðun hvort þú getir gefið það áfram til endurnýtingar eða hvort það þurfi að henda hlutnum, ef hann er slitinn.
Flokkaðu
Þegar þú hefur flokkað frá það sem þú ætlar að gefa og henda, geturðu byrjað að flokka það sem þú ætlar að eiga. Ef um föt er að ræða er hægt að flokka það niður eftir notkun, til dæmis, vetrarföt, sólarföt, fylgihluti og svo framvegis.
Geymsla
Nú er kominn tími til að finna hvernig þú vilt geyma hlutina sem þú ætlar að eiga áfram. Eru skúffur í skápnum eða ætlarðu að nota skipulagskassa? Ef það eru hillur í skápnum, er gott ráð að merkja hverja hillu fyrir sig með því dóti sem á þar að vera.