Sniðug ráð fyrir lítil heimili!
- Notaðu hæð íbúðarinnar og láttu bókahillurnar ná alla leið upp í loft. Það sem þú notar sjaldan getur þú sett í kassa efst á hilluna.
- Samnýtið húsgögnin. Til dæmis með því að fá þér svefnsófa og notaðu eldhúsborðið sem skrifborð líka.
- Bjartir litir gera herbergið stærra. Hafðu loft og veggi hvíta eða í björtum lit, ef þú getur. Veldu ljósan lit á sófann og skreyttu heimilið með litríkum púðum og fylgihlutum.
- Skreyttu með speglum. Speglar veita rúmgóða tilfinningu og opna rýmið.
- Búðu til skilrúm í herberginu, þannig getur þú stúkað af rúmið eða aðskilið stofu og eldhús.
- Staflaðu saman stólum. Ef þig vantar pláss og sæti fyrir gestina þína, þá eru stólar sem hægt er að leggja saman eða stafla upp frábærir.