Endurbótum á Bogabraut 960 á Ásbrú lokið

Bogabraut 960 er hús sem hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan það var byggt, og þá sérstaklega að undanförnu.

Svaraði kalli um minni íbúðir

Bogabraut 960 var byggð af bandaríska hernum á sínum tíma. Húsinu var fyrst skipt upp í tuttugu 90fm íbúðir, síðar voru íbúðirnar stækkaðar til að henta betur hermönnum með fjölskyldur og urðu að tíu 180fm íbúðum.

Þegar Heimstaden keypti húsið var ákveðið að svara kallinu um minni íbúðir, sem hefur verið mikil vöntun á, og breyta húsinu aftur. Húsið telur núna 36 íbúðir á bilinu 42-60fm, og eins og sést er búið að færa allar íbúðirnar í mun nútímalegri og glæsilegri stíl.

Umhverfisvernd í forgangi

Umhverfisvernd var eitt af skærustu leiðarljósunum við endurhönnunina á Bogabraut. Leitast var eftir því að byggingarefnin sem voru valin í verkin hefðu umhverfisvottanir og sóun var haldið í algeru lágmarki. Allt sem var fjarlægt úr húsinu var endurnýtt ef möguleikinn var fyrir hendi og hurðir, vaskar og fleira var sett í geymslu til að vera til taks ef þurfa skyldi í öðrum íbúðum fyrirtækisins á svæðinu. Það sem ekki var hægt að finna leið til að nýta var svo vandlega flokkað áður en því var fargað.

Mikil eftirspurn eftir íbúðunum

Framkvæmdum, fyrir utan lóðarfrágang, lauk nú á vormánuðum og fengu íbúðirnar góðar viðtökur og eru þær allar komnar í útleigu.