fyrirspurn
Þjónusta

Leigutrygging

Leigutrygging

Áður en skrifað er undir leigusamning þarf umsækjandi að útvega tryggingu sem nemur 3 mánaða leigu. Tryggingin getur verið í formi bankaábyrgðar, ábyrgðar frá Leiguskjól, Leiguvernd eða Sjóvá, eða að tryggingarupphæð er lögð inn á reikning Heimstaden. 

Heimstaden býður leigjendum upp á leigutryggingu í samstarfi við Sjóvá. Með því að kaupa leigutryggingu losna leigutakar við að taka yfirdráttarlán í banka eða binda fé í fyrirframgreiðslu.

Leigutrygging Sjóvá

Iðgjald leigutryggingar tekur mið af leiguupphæð og er sem hér segir:

 Leiga á mánuði  Iðgjald á mánuði
 0 – 99.000  3.990
 100.000 – 199.000  4.990
 200.000 – 299.000  5.490
 300.000 – 399.000  6.990

 

Leigutrygging frá Sjóvá bætir einungis tjón sem verður ef vanskil eru á leigugreiðslum. Ef tjón er á íbúð við skil, eða málningarvinna eða þrif er ábótavant, bætir leigutryggingin það ekki, og því ber leigutaki þann kostnað.
Komi til þess að leigutaki greiði ekki iðgjald tryggingarinnar og tryggingin þannig felld niður er komin upp vanefnd samkvæmt leigusamningnum.
Tekið skal fram að iðgjald sem greitt er mánaðarlega vegna leigutryggingar Sjóvá, er ekki endurgreitt að leigutíma loknum.

Hvenær er trygging endurgreidd eftir að leigusambandi lýkur?

Hafi leigutaki lagt fram tryggingu í formi innleggs á reikning Heimstaden er tryggingin greidd út þegar útskoðun hefur farið fram og búið er að ganga úr skugga um að eignin sé í því ástandi sem hún á að vera í, að engin vanskil séu á leigugreiðslum og að búið sé að aflýsa leigusamningi af fasteign.
Sama á við ef leigutaki hafi verið með bankaábyrgð, þá er aflýsingarbeiðni send í bankann þegar að ofangreindum atriðum er lokið.

Greiðsluskilmálar

Leigu skal ávallt greiða fyrsta dag hvers mánaðar.
Leiguverð er tengt vísitölu neysluverðs og endurskoðast mánaðarlega m.v vísitöluna.
Leiguverð er endurskoðað á 11 mánaða fresti þegar um ótímabundinn samning er að ræða.

Persónuverndarfyrirvari vegna leigutryggingar Sjóvá

Vátryggjandi leigutryggingar er Sjóvá-Almennar tryggingar hf (Sjóvá). Til að unnt sé að gefa út vátrygginguna og afgreiða tjónabætur er nauðsynlegt að Heimstaden rekstur ehf. sendi Sjóvá tilteknar upplýsingar um leigutaka við upphaf samningsins og ef til tjóns kemur. Upplýsingarnar sem um ræðir eru þær persónuupplýsingar sem fram koma í umsókn um leiguhúsnæði auk afrits af skoðunarskýrslu vegna tjóns á íbúð og/eða greiðsluseðla og skjala úr innheimtuferli vegna vanskila.

Heimstaden rekstur ehf. fylgir persónuverndarstefnu Heimstaden.
Vinnsla Sjóvár getur farið fram af hálfu starfsmanna, ekki einungis vegna vinnslu umsóknar um leiguhúsnæði heldur einnig síðar við vátryggingatöku og/eða tjónavinnslu.

Skilmála tryggingarinnar má nálgast hér

Ég hef kynnt mér ofangreint, sem og persónuverndarstefnu Heimstaden og samþykki að Heimstaden rekstur ehf. afhendi Sjóvá ofangreind gögn.