Þjónustuborð

Ertu með spurningu fyrir okkur?


Inn á Þjónustuborðinu okkar getur þú fundið fjölmörg svör við almennum spurningum sem við höfum fengið frá leigjendum og viðskiptavinum okkar. Þú getur leitað að svörum og spurningum eða sent okkur þína eigin spurningu.

  1. Þjónustuborð
  2. Leigutakar
  3. Er hægt að flytja leigusamninginn yfir á annan?

Er hægt að flytja leigusamninginn yfir á annan?

Er hægt að sækja um nafnabreytingu á leigusamningi?

MarcinBúið til: 3 October, 2022, 14:55
  • Sæll,

    Hægt er að sækja um nafnabreytingu með því að senda okkur beiðni inn á MyHome.

    Skilyrði fyrir nafnabreytingu eru eftirfarandi:
    • Sá sem óskar eftir að taka við leigusamningi þarf að senda tölvupóst á heimstaden@heimstaden.isog staðfesta að óskað sé eftir því að taka við leigusamningi.
      • Skila þarf inn lánshæfismati frá Credit Info og sakavottorði frá Sýslumanni, gott er að senda það með tölvupóstinum
      • Einnig þarf að senda upplýsingar um starfsgrein, vinnuveitanda, upprunaland og uppruna fjármagns sem nýtt verður til að greiða leigu, einnig hvort umsækjandi sé með stjórnmálaleg tengsl. Eru þetta upplýsingar er tengjast áreiðanleikakönnun skv. lögum 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 
    • Sá sem óskar eftir að taka við leigusamningi, þarf að hafa skráð lögheimili á eigninni sem um ræðir
    • Kostnaður við nafnabreytingu er 9.000 kr
    Heimstaden áskilur sér rétt til að synja beiðni um nafnabreytingu á leigusamningi, séu skilyrði hér að ofan ekki uppfyllt eða af öðrum ástæðum.

    Með kveðju,
    Áslaug - ÞjónustuverSvarað: 3 October, 2022, 15:05
Þessi þráður er lokaður fyrir frekari athugasemdum